Minjasafnið Bustarfelli


Bustarfell VopnafirðiMinjasafnið Bustarfelli
Hofsárdal, Vopnafirði
Sími: 855-4511 eða 844-1153
Opið kl. 10-17 alla daga frá 01. júní til 20. september, sumaropnun.

Bustarfell stendur undir samnefndu felli innarlega í Hofsárdal við þjóðveg 85 á leiðinni upp á Vopnafjarðarheiði (sjá kort fyrir neðan).

Aðgangseyrir:

Safnið og kaffihúsið er opið frá 10:00 til 17:00 alla daga sumarsins eða frá 01. júní til 20 september eins og sakir standa nú.

Aðgangseyrir er 900 fyrir fullorðna og 200 fyrir börn.  Hópar 700 miðað við 10 manns og fleiri.

Bustarfell er bær í Hofsárdal í Vopnafirði undir samnefndu felli, 67 km löngu. Á fellinu er hringsjá. Minjasafn er að Bustarfelli, í einum af fegurstu torfbæjum á Íslandi.  Sérstaða safnsins felst að miklu leyti í því hversu glöggt hann miðlar breyttum búskapar- og lifnaðarháttum fólks allt frá því fyrir 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966. Sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í tæplega 500 ár. Gamli torfbærinn hefur verið í eigu og umsjá íslenska ríkisins frá 1943 en allir innanstokksmunir tilheyra Vopnfirðingum.

Kaffihúsið Hjáleigan/ aðstöðuhús er ofan við gömlu bæjarhúsin.


Á Bustarfelli var löngum mikið höfuðból en bærinn hefur síðustu áratugi hýst vinsælt minjasafn. Bærinn sómir sér vel undir hrikalegu klettabelti Bustarfellsins með sýn yfir Hofsárdal. Torfbænum hefur verið vel við haldið og er í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.

Bustarfell VopnafirðiÞar sat meðal annars Björn Pétursson sýslumaður (1695-1720), afarmenni og skapmaður mikill. Hann mun hafa tekið það sem hugurinn girntist, með valdi ef það fékkst ekki með góðu. Sagt er að hann hafi tekið hollenska duggu, látið búta hana sundur og neytt skipverja til að byggja Bustarfellsbæ úr viðnum.Bustarfell á Facebook
Bustarfell Vopnafirði
Bustarfell er 30 km frá þjóðvegi 1 og 18 km frá Vopnafjarðarkauptúni.


Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir