Múlastofa


Múlastofa VopnafirðiMúlastofa
Kaupvangi v/Hafnarbyggð
Sími: 473 1331

Múlastofa er lokuð yfir vetrartímann frá 20. ágúst. Upplýsingar fást í upplýsingamiðstöðinni Kaupvangskaffi.

Aðgangseyrir: 600 kr.
Frítt fyrir 16 ára og yngri
Miðasala í Kaupvangskaffi

Múlastofa VopnafirðiMúlastofa er sýning um líf og list bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona sem fæddust á Vopnafirði. Faðir þeirra var verslunarstjóri á staðnum 1917-1924.

Á sýningunni getur að líta fjölda ljósmynda og muna úr safni bræðranna. Einnig er hægt að hlusta á tónlist þeirra og horfa á myndefni, m.a. myndbönd úr safni Ríkisútvarpsins.

Björn G. Björnsson sýningarhönnuður hannaði sýninguna og fékk til liðs við sig sérvalinn hóp þekkingaraðila en verkefnið er yfirgripsmikið og fjölþætt. Sýningin var opnuð 9. ágúst 2008 með mikilli opnunarhátíð. Jónas Árnason hefði orðið 85 ára á því ári.

 365 œtvarp 1.jpg365 Jónas Árnason 2.jpg
 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir