Söguslóðir Vopnfirðingasögu


Vopnfirðinga saga gerist einkum í Vopnafirði og spannar tímabilið frá landnámi og fram yfir kristnitöku árið 1000.

Sagan fjallar um baráttu Hofverja og Krossvíkinga um auð og völd. Aðalpersónur sögunnar, Brodd-Helgi á Hofi og Geitir Lýtingsson í Krossavík,  voru goðorðsmenn og miklir fyrir sér, en ekki síður synir þeirra Víga-Bjarni og Þorkell Geitisson.

Hlutur kvenna í sögunni er mikill og þar eru helstar Steinvör hofgyðja, Halla Lýtingsdóttir og  Þorgerður silfra.

Sögustaðir Vopnfirðinga sögu í Vopnafirði eru margir og minjar víða sýnilegar en lítt kannaðar. Með fornleifarannsóknum 2006 fannst þó skálatóft frá tímum hinna fornu Hofverja rétt við kirkjuna á Hofi.

Upplýsingar um ferðir á söguslóðir Vopnfirðingasögu á íslensku, ensku og skandinavísku fást í upplýsingamiðstöðinni Kaupvangskaffi.


Lesa VopnfirðingasöguTungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir