
Krossavíkufjall er tæplega 1100 metra hátt fjall handan Vopnafjarðar, tilkomumikið og formfagurt. Uppá fjallið er merkt gönguleið en fjallgarðurinn í heild sinni er gjarnan kallaður Krossavíkurfjöll. Af fjallinu er útsýnið stórkostlegt og sér vel til allra átta og gangan vel á sig leggjandi.
Gönguleiðin á fjallið hefst við þjóðveginn við Grjótá, milli bæjarins Krossavíkur og útsýnisstaðarins við Gljúfursá.