19.01 2018 - Föstudagur

Vetrarveður framundan – þorri heilsar

Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku er vetrarveðurs að vænta og þarf ekki að koma á óvart verandi mitt inn í janúar. Í dag er samkvæmt forna tímatalinu bóndadagur sem markar byrjun þorra en hann er merkilegur fyrir þær sakir að vera sá mánuður sem enn á sér stað í hugum okkar þökk sé einkum þorrablótshefð þjóðarinnar. Gera má ráð fyrir að kaldir vindar hafi oft blásið á þessum árstíma á Fróni og samkvæmt Veðurstofunni má jafnvel gera ráð fyrir leiðindaveðri í næstu viku en er aftur á móti ágætt í dag og á morgun.

16.01 2018 - Þriðjudagur

Þorrablót Vopnfirðinga

Í fornu íslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar. Hann hefst á föstudegi í 13. viku vetrar eða á tímabilinu 19.–25. janúar. Næstkomandi föstudag 19. jarnúar er bóndadagur svo sem fyrsti í þorra er gjarnan nefndur og þýðir einungis eitt, daginn eftir er þorrablót Vopnfirðinga. Má gera ráð fyrir að þétt verði bekkurinn skipaður í félagsheimilinu en ef það er einhver viðburður sem fólk almennt bíður eftir er það þorrablótið. Í dag kl. 16:00 opnar miðasalan í anddyri Miklagarðs og leikur ekki vafi á að þá verði þegar mættur álitlegur hópur fólks til miðakaupa en þótt mætt sé snemma verður enginn greinarmunur gerður á betri og almennum sætum! 

12.01 2018 - Föstudagur

Lækkun kosningaaldurs í 16 ár

Lagt er til að kosningaaldur til sveitarstjórna lækki úr 18 í 16 ár í frumvarpi sem er nú í umsagnarferli á Alþingi. Að frumvarpinu standa 15 þingmenn úr öllum þingflokkum. Á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps var málefnið til umræðu undir almenn mál, Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórnar, Þingskjal 40. Er skemmst frá því að segja að frumvarpið hlaut jákvæða efnismeðferð í sveitarstjórn.

10.01 2018 - Miðvikudagur

Fjárhagsáætlun sveitarfélagins til kynningar

Sveitarstjóri boðaði til almenns fundar um fjáhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2018 í Kaupvangskaffi í gærkvöldi. Almennt virðist fólk ekki sýna málinu mikinn áhuga, allténd ber mætingin þess merki. Þeir sem á hinn bóginn mæta hafa þeim mun meiri áhuga og taka virkan þátt í samtalinu um fjármál sveitarfélagsins og framtíðarhugmyndir. Fylgdi sveitarstjóri málinu úr hlaði með slæðusýningu hvar helstu lykiltölur fjárhagsáætlunarinnar voru tilteknar ásamt framkvæmdaáætlun ársins.

 

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 12:00
Hitastig:
-2,2 °C
Vindur:
9 m/s
Vindátt:
S
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir