Íþróttir og menning


Vopnafjörður hefur uppá ýmislegt að bjóða, íbúum sínum og gestum. Menningarmálum hefur löngum verið vel sinnt en legu sinnar vegna hafa íbúar Vopnafjarðar orðið að vera sjálfum sér nógir - og verið það. Tómstundastarf býðst í gegnum þau félagasamtök sem gefur að finna í sveitarfélaginu og fyrir útivistarmanninn er Vopnafjörður kjörinn vettvangur enda umhverfið fagurt og margar merktar gönguleiðir, bæði í næsta nágrenni þéttbýlisins og fjær.

Um árabil hefur menningarmálanefnd sveitarfélagsins verið í fylkingarbrjósti viðvíkjandi menningarstarfið, á vegum hennar eru mýmargir viðburðir, sumir árlegir meðan aðrir eru tilkomnir með skemmri fyrirvara.. Allt miðar að því sama, efla menningarlega vitund meðal íbúa sveitarfélagsins en hápunktur í starfi menningarmálanefndar ár hvert hefur verið bæjarhátíðin Vopnaskak, haldin síðustu viku í júnímánuði ár hvert. Árabilið 2009-2014, að tillögu menningarfulltrúa, var önnur menningarhátíð tengd Múlastofu, Einu sinni á ágústkvöldi haldin.

Minjasafnið Bustarfelli er minjasafn sveitarfélagsins og Kaupvangur menningarsetur þess, þar er m. a. Múlastofu og Vesturfarann að finna auk þess sem Þekkingarnet Austurlands hefur þar starfsstöð. Múlastofa er setur bræðranna frá Múla en í húsinu eru sýningar aðrar og þá sérstaklega auglýstar.

Félagsheimilið Mikligarður hefur löngum verið vettvangur viðburða af ýmsu tagi og þannig bundinn vopnfirskri menningu föstum böndum auk þess sem þar funda allar nefndir sveitarfélagsins.

Ýmis félög og samtök eru starfandi í sveitarfélaginu og setja svip á það með starfi sínu, t. a. m. hefur ungmennastarf kirkjunnar verið blómlegt.

 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir