Félagsheimilið Mikligarður


Félagsheimilið MikligarðurFélagsheimilið Mikligarður var tekið í notkun 1953. Hefur það æ síðan þjónað sem samkomu- og fundarhús sveitarfélagsins en var líka notað sem íþróttahús fram til 1990 þegar nýtt íþróttahús var byggt. Í Miklagarði höfðu Lions- og Kiwanisklúbbar fundi sína til langs tíma og þar var starfrækt leikfélag.

Notkun hússins er einkum tengd menningarviðburðum ýmis konar ásamt dansleikjahaldi og öðrum samkomum. Mikligarður er vettvangur allra stærstu viðburða ársins eins og árshártíðar sveitarfélagsins, HB Granda/Bíla og véla á sjómannadag, þorrablóts og jólaballs svo einhverjir viðburðir séu nefndir. Félagsheimilið er leigt undir mýmarga viðburði á vegum félaga og einkaaðila, áhugafólk kemur þar saman til dansiðkunar og briddsspilamennsku vikulega eða oftar.

Í Miklagarði er fundaraðstaða hreppsnefndar og þar eru allir fundir hennar haldnir sem og annarra nefnda hreppsins. Komið hefur verið fyrir í húsinu fjarfundarbúnaði og er hann til dæmis notaður til fullorðinsfræðslu sem fer þar fram.

Í húsinu eru tveir salir og getur aðalsalurinn rúmað um 400 manns á dansleik en um 250 manns í sæti. Minni salurinn er um 50 m2, og er tilvalinn til fundarhalda fyrir minni hópa, þar fundar t. a. m. hreppsnefnd. Í húsinu er eldhús og bar. Á þessu má sjá að ágætis aðstaða er í húsinu til samkomuhalds og funda bæði fyrir minni og stærri hópa.

Forstöðumaður: Borghildur Sverrisdóttir

mikligardur@vopnafjardarhreppur.is

Sími: 473-1154

Gsm: 894-2513
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir