Kaupvangur menningarmiðstöð


Kaupvangur menningarmiðstöð VopnafirðiKaupvangur
Menningar- og fræðamiðstöð
Hafnarbyggð 4a

Upplýsingamiðstöðin Kaupvangskaffi (opin að sumri til)
Sími: 473 1331

Múlastofa (opin að sumri til)
Sími: 473 1341

Austurbrú - sími: 470 3800


Austurbrú – starfsstöð í Kaupvangi og stendur fyrir margs konar verkefnum, sbr. Austurbrú hér á síðunni undir Þjónusta.
Vesturfaramiðstöð Austurlands er þar líka til húsa, einnig Múlastofa, sýning um líf og list Jóns Múla og Jónasar Árnasona og Upplýsingamiðstöðin Kaupvangskaffi. Í Kaupvangi er fullkomin fjarfundaraðstaða.

Á veturna hittast áhugamenn um sögu Vopnafjarðar vikulega í myndagrúski þar sem þeir skoða og skrá gamlar vopnfirskar ljósmyndir. Halldór K. Halldórsson fer fyrir hópnum og hefur þegar komið upp safni þúsunda mynda, þeirra elstu frá lokum 19. aldar. Almenningur getur skoðað safnið og keypt myndir í upplýsingamiðstöðinni Kaupvangskaffi.

Prjónakaffi er haldið reglulega fyrir áhugasama á vetrum og ýmsir aðrir menningarviðburðir fara fram í Kaupvangi.

Umsjónarmaður Kaupvangs:
Einar Ólafur Einarsson
Sími: 473 1154


Saga uppgerðs Kaupvangs

Með tilkomu uppgerðs Kaupvangs gáfust sveitarfélaginu ýmsir kostir og voru strax uppi hugmyndir um að tengja starfsemi þess við menningarstarfsemi af ýmsum toga.

Horft var m. a. til Vesturfaramiðstöðvar þar sem mikill fjöldi fólks lagði upp frá Vopnafirði vestur um haf, raunar með því mesta sem um getur frá einum stað á Fróni. Fram til þessa, veturinn 2009/10, hefur Kaupvangur vistað marga menningarvirðburði, svo sem tónleika, skáldakvöld, málverka- og ljósmyndasýningar svo eitthvað sé nefnt. 

Stórt skref var stigið þegar undirritaður var samningur sveitarfélagsins og Þekkingarnets Austurlands um útstöð Þekkingarnetsins í Kaupvangi sumarið 2008 en á vegum þess hefur verið mikið og blómlegt starf sem enn er verið að þróa.  Ungir sem aldnir hafa notið starfsins og marga daga er mikið líf í menningarhúsinu Kaupvangi.

Rétt eins og félagsheimilið Mikligarður hafa salir Kaupvangs verið leigðir bæjarbúum undir veisluhöld og víst er að allir þeir sem heimsækja þetta fagra hús vilja þangað aftur.  Með tilkomu Kaupvangskaffis vorið 2009 hefur það verið í verkahring rekstraraðila að leigja salinn þar sem kaffihúsið hefur hreiðrað um sig.
 
Með tilkomu Múlastofu, sýningar um líf og list Jóns Múla og Jónasar Árnasona, hefur Kaupvangur öðlast nýtt gildi fyrir sveitarfélagið. Múlastofa ein og sér á eftir að bera nafn Vopnafjarðar um landið allt en þeir andans bræður voru fæddir Vopnfirðingar og þótti ávallt vænt um tengsl sín við sveitarfélagið. Uppbygging setursins, sem Magnús Már Þorvaldsson leiddi f. h. sveitarfélagsins og hannað af Birni G. Björnssyni sýningarhönnuði, er stærsta menningarverkefni sem Vopnafjörður hefur ráðist í fyrr og síðar en í tengslum við setrið er árleg menningarhátíð haldin; hún nefnist Einu sinni á ágústkvöldi.
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir