Frístundastyrkur


Frístundastyrkur Vopnafjarðarhrepps

Vopnafjarðarhreppur styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára með framlagi að upphæð kr. 20.000 á ári.

Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi.

Hægt er að nýta frístundastyrk í:

• Skipulagt frístundastarf í Vopnafirði og þátttöku í hverskonar barna- og unglingastarfi á vegum viðurkenndra félagasamtaka
• Árskort í þreksal íþróttahúss Vopnafjarðar fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára
• Nám í tónlistarskóla sem er samfellt í a.m.k. 10 vikur

Hægt er að nýta frístundastyrkinn hjá félögum og samtökum innan Vopnafjarðarhrepps sem og í öðrum sveitarfélögum ef sambærileg frístundaiðkun er ekki í boði innan sveitarfélagsins. Allar umsóknir eru afgreiddar á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps eða í gegnum viðeigandi íþróttafélag/tómstundafélag.

Frístundastyrkurinn eykur jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi.

Úthlutun styrkja fer fram í gegnum sveitarfélagið. Forráðamenn greiða þátttökugjald í nafni barns síns til samstarfsaðila og framvísa frumriti kvittunar til skrifstofu Vopnafjarðarhrepps. Einnig geta foreldrar valið að nýta styrkinn við skráningu barns í starfi hjá íþrótta- og tómstundafélögum og verður styrkurinn þá dreginn frá þátttökugjöldum.

Frístundastyrkur er kr. 20.000 á ári. Inneign fellur niður um áramót.

Reglur um frístundastyrkinn eru hér.




Tungumál


Skipta um leturstærð


Leit



Flýtileiðir