Íþrótta- og leiksvæði


Vopnafjarðarvöllur

Árið 2013 réðst Ungmennafélagið Einherji með fulltingi sveitarfélagsins í uppbyggingu nýs íþróttavallar. Er völlurinn 72 x 105 metrar en svæðið í heild um 85 x 120 m. Með uppbyggingu hins nýja vallar hefur aðstöðu til íþróttaiðkunar verið umbylt en völlurinn er hinn glæsilegasti sem og umgjörð hans. Eru uppi áætlanir um byggingu vallarhúss, sem telja verður eðlilegt framhald af þeirri uppbyggingu sem hafin er.

Vopnafjarðarvöllur er staðsettur efst í byggð þorpsins, á holtinu, og var nýi völlurinn vígður sumarið 2014 og var þar með orðinn að aðalleikvangi sveitarfélagsins. Sá eldri þjónaði sem slíkur um langt árabil en hefur fengið það verðuga hlutverk að vera æfingasvæði íþróttafólks.  Völlurinn hefur að geyma sögu sumaríþrótta á Vopnafirði, einkum knattspyrnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal íbúana.  Ungmennafélagið Einherji nýtir völlinn sumarlangt til æfinga og keppni áður þar sem knattspyrnan er fyrirferðamest en námskeið í frjálsum íþróttum er á vegum félagsins.  Við vellina stendur er lítið vallarhús, sem áður þjónaði flugvelli sveitarfélagsins, en sturtuaðstöu sækir keppnisfólk í íþróttahúsið. Að þessu stefna forráðamenn ungmennafélagsins ásamt sveitarstjórn að bæta.

Sími í vallarhúsi: 473-1358.


Á lóð grunnskólans er sparkvöllur með gervigrasi og er notaður af ungu áhugafólki svo lengi sem aðstæður bjóða, árið um kring.


Nýlegir leikvellir fyirr börn eru á þremur stöðum í þorpinu:

- Milli Lónabrautar og Fagrahjalla
- Milli Kolbeinsgötu og Skálanesgötu
- Við Vallholt

Einnig eru leiktæki á lóðum Vopnafjarðarskóla og Leikskólans Brekkubæjar við Lónabraut.

Leikvöllur við Kolbeinsgötu

IMG_2939.JPG
 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir