Ungmennafélagið Einherji


Ungmennafélagið Einherji rekur sögu sína allt aftur til ársins 1929 og hefur allt fram á þennan dag skipað stóran sess í samfélaginu.  Hefur knattspyrnan verið fyrirferðamest sl. áratugi en krakkar frá félaginu tekið þátt í keppni frjálsra íþrótta á fjórðungsvísu og staðið sig með sóma.  Einherji heldur úti æfingum árið um kring, að sumri er æft á íþróttavelli sveitarfélagsins ásamt sparkvelli að vori, að vetri eru tímar leigðir í íþróttahúsinu.  sSendur félagið að alls kyns námskeiðahaldi að auki og hefur haldið utan um 17. júní hátíðarhöld um árabil.  Stjórn félagsins er skipuð 5 mönnum er leggja á sig mikla þegnskylduvinnu við að halda úti starfi félagsins.  Með fækkandi fólki hefur samstarf utan héraðs aukist jafnt og þétt - er einkum sótt til Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum, hefur samstarfið gengið vel og njóta báðir aðilar þess. 

Sumarið 2013 var ráðist í uppbyggingu nýs grasvallar undir að frumkvæði forráðamana félagsins en þörfin var knýjandi. Sjálfboðaliðar úr hópi Einherja unnu verkið að mestu en sveitarfélagið veitti félaginu fjárhagslegan stuðning auk Mannvirkjasjóðs KSÍ og fyrirtækja á staðnum. Verktakar voru verkefninu hliðhollir og lögðu því lið með ýmsum hætti. Var hinn nýi völlur vígður 09. júní 2014 og varð þar með heimavöllur Einherja um ókomin ár frá. Hefur tilkoma vallarins gjörbreytt öllum forsendum fyrir unga iðkendur knattspyrnu og annarra sumaríþrótta. Gamli völlurinn nýtist eftir sem áður til æfinga.

Sumarið 2019 verður vallarhús reist við austurhlið keppnisvallarins og með tilkomu þess hafa forsendur til æfinga og keppni verið umbylt. Um er að ræða 190 m2 br. hús með búningsaðstöðu heimaliðs, gesta og dómara, félagsaðstöðu auk t.a.m. snyrtinga gesta. Skv. deiliskipulagi svæðisins verður auk íþróttavalla útivistarsvæði Vopnfirðinga. 

Formaður Einherja er Linda Björk Stefánsdóttir og með honum í stjórn eru:  Víglundur Páll Einarsson, gjaldkeri, Bjarney Guðrún Jónsdóttir, ritari, Þorgrímur Kjartansson og Kristinn Ágústsson. Varamenn eru Sólrún Dögg Baldursdóttir og Magnús Þór Róbertsson 
Tungumál


Skipta um leturstærð


LeitFlýtileiðir