22.11 2014 - Laugardagur

Karna Sigurðardóttir er handhafi Hönnunarverðlauna Íslands 2014

Karna Sigurðardóttir, sú hin sama og vinnur ásamt Sebastian Ziegler að gerð heimildarmyndar um Vopnafjörð og hlaut 4.5 milljón króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands fyrir árið 2015, er ásamt Pete Collard handhafi Hönnunarverðlauna Íslands fyrir verkið „Austurlands Designs from Nowhere“. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikshúsins í fyrradag og fengu sigurvegararnir peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 kr. Eru Körnu færðar innilegar kveðjur á þessum vettvangi en ung að árum hleður hún á sig viðurkenningum og vakti framlag þeirra Sebastians mikla athygli á Nordisk Forum í Malmö í sumar. Má staðhæfa að Vopnafjörður sé í góðum höndum og svo það sé nú sagt einu sinni enn mun heimildarmyndin verða stærsta einstaka kynning Vopnafjarðar fyrr og síðar.

19.11 2014 - Miðvikudagur

Sundlaugarfrétt vakti athygli

Í síðastliðinni viku var frá því greint að settar hafi verið upp eftirlitsmyndavélar við Selárlaug í framhaldi af miklum fjárfestingum sveitarfélagsins sem felast einkum í uppsetningu tækjabúnaðar og húsbyggingar. Vakti fréttin athygli, raunar meiri en nokkur önnur frétt á www.vopnafjörður.is hingað til. Hafði sundlaugareigandi um árabil legið undir ámæli af hendi eftirlitsstofnana fyrir þær sakir að vatnið væri ekki reglum samkvæmt. Var um tvennt að gera; að ráðast í framkvæmdir til að mæta kröfum um heilbrigði eða byggja nýja laug í þéttbýlinu. Fyrri kosturinn var valinn og laugareigandi knúinn til að verja eign sína svo sem kostur er. Eftirlitsvélarnar eru hluti þeirrar framkvæmdar og hönnun girðingar umhverfis næsta nágrenni laugarinnar er á teikniborðinu.

14.11 2014 - Föstudagur

Fjölskyldusamvera og kökubasar

Sunnudaginn 16. nóvember næst komandi kl. 14:00 verður fjölskyldusamvera í Vopnafjarðarkirkju. Eftir samverustundina verður kökubasar 10-12 ára starfsins til styrktar frelsun þrælabarna á Indlandi. Eru íbúar Vopnafjarðar hvattir til mæta til kirkju og eiga þar gæðastund með börnunum um leið og tekið er þátt í að bæta kjör þeirra sem minna mega sín. Er það ekki göfugt markmið? Hefur kirkjan um árabil unnið mikið starf hér að lútandi, til að mynda var yfirskrift landsmóts æskulýðsfélaganna 2010 „Frelsum þrælabörn á Indlandi“ – það er í fullu gildi nú sem fyrr.

13.11 2014 - Fimmtudagur

Eftirlitsmyndavélar við Selárlaug

Fyrir skemmstu unnu starfsmenn Securitas að uppsetningu eftirlitsmyndavéla við Selárlaug en sem kunnugt er hefur sveitarfélagið fjárfest í nýbyggingu og tækjabúnaði fyrir háar fjárhæðir. Auk myndavélanna verður áður en langt um líður sett upp mannheld girðing um laugina, sem er opin þessi misserin milli kl. 10:00-12:00 virka daga og milli kl. 12:00-16:00 um helgar. Aðra tíma er Selárlaug lokuð og með eftirlitsmyndavélunum er eigandinn, sveitarfélagið, í allt annarri stöðu en áður til að fylgjast með eign sinni. Um er að ræða fullkominn útbúnað frá Hikvision, sem inniheldur m. a. upptökubúnað sem hægt er að skoða þegar henta þykir. Eða vakta skjái í beinni útsendingu.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 00:00
Hitastig:
7,5 °C
Vindur:
2 m/s
Vindátt:
NNATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir