16.09 2014 - Þriðjudagur

Tilkynning til íbúa á Austurlandi frá almannavarnanefnd Múlaþings

Hætta er á SO2  gosmengun um allt Austurland (brennisteinstvíildi, brennisteinsdíoxíð) vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul.


Þessi mengun er háð styrk gosmengunarinnar hverju sinni, vindátt og vindstyrk og getur verið varasöm, ef hún nær að mynda bláa eða grábláa móðu. SO2 getur m. a. valdið ertingu í öndunarfærum og augum. Sem stendur eru loftgæðamælar á Reyðarfirði og Egilsstöðum.


Íbúar eru hvattir til að fylgjast með aðstæðum utandyra, fréttum og upplýsingaveitum á netinu. Ráðlögð viðbrögð við SO2 gosmengun:


•    Börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir, ætti að halda sig innandyra með lokaða glugga, hækka í ofnum og slökkva á loftræstingu þar sem það á við.
•    Heilbrigt fólk ætti ekki að vera í líkamlegri áreynslu utandyra.
•    Hafa tiltæk lyf sem tekin eru að staðaldri við hjarta- eða lungnasjúkdómum.
•    Áhrif SO2 gosmengunar eru svipuð á dýr og menn.

15.09 2014 - Mánudagur

Einherji áfram í 3. deild

Einherji hélt stöðu sinni í 3. deild – til hamingju Vopnfirðingar! Mikil spenna var fyrir síðustu umferð deildarinnar því ekki lá fyrir hvort hlutskiptið yrði áframhaldandi vera í 3ju deild eða fall í þá 4ðu. Síðastliðinn laugardag atti Einherji kappi við sterkt lið Bersekja, liðið sem Einherji lagði að velli í úrslitum 4. deildar næstum upp á dag ári áður eða þann 13. september 2013. Í baráttuleik skildu liðin jöfn með 0:0 en fengu hvort um sig sín færi til að klára leikinn. Á sama tíma léku ÍH og Höttur, ÍH stigi fátækara og sæti neðar en Einherji varð að vinna Hött. Höttur á hinn bóginn í bullandi toppbaráttu við Leikni frá Fáskrúðsfirði - eitt stig Einherja hefði ekki dugað ynni ÍH. Svo fór að Höttur vann 1:0, sem þýddi að Höttur var meistari 3ju deildar og ÍH féll.

12.09 2014 - Föstudagur

Þjóðvegur í þéttbýli – staldraðu við!

Vegtenging þéttbýlis Vopnafjarðar við þjóðvegakerfi landsins tók afgerandi breytingum með formlegri opnun Norðausturvegar þann 23. október sl. Áhrif framkvæmdarinnar er afgerandi í margvíslegum skilningi, Vopnafjörður eignaðist glæsilegan innansveitarveg um leið og vegurinn er tenging á hálendinu við þjóðveg 1. Breytingin innan þéttbýlismarka er á þá leið að Hafnarbyggð er frá og með opnun þjóðvegarins skilgreind sem þjóðvegur í þéttbýli og sem slíkur aðalbraut en þjóðvegum er ætlað að tengja saman byggðarlög landsins og skal umferð um þá vera greið. Er hér með vakin athygli á að þegar um Hafnarbyggð er ekið er hlutaðeigandi á aðalbraut, það gildir um Kaupfélagshallann/Kolbeinsgötu og suður Kolbeinsgötu, sem liggur síðan út úr þéttbýlinu og áfram inn í þjóðvegakerfi landsins.

12.09 2014 - Föstudagur

Fjölskyldumessa og kynning á Vinavikunni

Sumarið er tíminn þegar flestir kjósa að taka sér frí. Það á við um kirkjustarfið og nú þegar sumarið er að baki skv. dagatalinu fer starfið af stað að nýju eftir dágott sumarhlé. Sunnudaginn 14. september verður fjölskyldumessa í Vopnafjarðarkirkju kl. 11:00. Fermingarbörn ársins 2015 og 2016 eru boðin til guðsþjónustunnar ásamt foreldrum sínum, en eftir messuna verður fundur um fermingarstarfið. Fermingarbörn taka virkan þátt í messunni, kirkjukórinn syngur o. fl. Er að vanda fólk hvatt til að koma og eiga saman gæðastund í kirkjunni okkar, þangað sem allir eru velkomnir.

Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
10,2 °C
Vindur:
4 m/s
Vindátt:
NATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir