27.07 2016 - Miðvikudagur

Starfsmaður óskast í félagsstarf unglinga

Vopnafjarðarhreppur  leitar eftir  starfsmanni í félagsstarf  unglinga frá 15. september 2016.  Um er að ræða 30% starfshlutfall. Vinnutími er seinni part dags og á kvöldin. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2016.

Starfið felst í skipulagningu og framkvæmd félagsstarfs í samvinnu við nemendur. Reynsla í  vinnu með börnum og unglingum æskileg  ásamt færni í mannlegum samskiptum. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps  í síma 473-1300. Umsóknum má  skila á netfangið  skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is

 

27.07 2016 - Miðvikudagur

Lokun safnstöðvar um verslunarmannahelgi

Athygli er vakin á eftirfarand:

Safnstöð  Vopnafjarðarhrepps verður lokuð laugardaginn 30. júlí  og mánudaginn 1 ágúst nk. vegna sumarleyfa starfsmanna.

21.07 2016 - Fimmtudagur

Flugþróunarsjóður settur á laggirnar

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í mars síðastliðinn að veita 170 milljónir í Flugþróunarsjóð á þessu ári. Nú liggur fyrir að upphæðin er 300 milljónir. Flugþróunarsjóðnum er beinlínis ætlað að styrkja millilandaflug um Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll. Málefni ferðamála hafa oftsinnis verið til umræðu á heimasíðu Vopnafjarðar enda varðar málið okkur á allan hátt. Legu Vopnafjarðar verður ekki breytt og munum, sama hvað gerist í viðleitni ríkisvaldsins að styrkja millilandaflug um Egilsstaðflugvöll, þurfa að hafa fyrir því að fá ferðafólk til taka á sig krókinn sem 53 km. óneitanlega eru af þjóðbraut 1. Clive Stacey hjá Discover the World, sem heldur uppi flugi milli Englands og Egilsstaða í sumar, segir massatúrisma af verstu gerð vera stundaðan á höfuðborgarsvæðinu. Heyrt eitthvað svipað áður?

19.07 2016 - Þriðjudagur

Rólegt yfir makrílveiðunum

Makrílveiðarnar, sem hófust með löndun Hugins VE um miðjan júnímánuð, hafa gengið heldur brösulega en það mun vera löngu kunn staðreynd að aldrei er á vísan að róa – stundum veiðist vel, stundum illa. Júníafli íslenskra skipa var t.a.m. í umliðnum júní 42 þúsund tonn, sem er 43% minni afli en í júní í fyrra. Samkvæmt Fiskifréttum var stóð botnfiskaflinn í stað í 35 þúsund tonnum en uppsjávarafli var aðeins rúm tvö þúsund tonn samanborið við 34 þúsund tonn. Mest munar um það að enginn kolmunnaafli var í júní núna en 28.000 tonn í sama mánuði í fyrra. Þá nam makrílaflinn 2.300 tonnum í júní í ár samanborið við 5.100 tonn í fyrra.

Veðrið núna

Súld

Skjaldþingsstaðir

kl. 09:00
Hitastig:
7,5 °C
Vindur:
4 m/s
Vindátt:
ANA
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir