27.07 2015 - Mánudagur

Sumarlokun skrifstofu Vopnafjarðarhrepps

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá og með 04. ágúst til og með 07. ágúst nk. Svarað verður í síma á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar umrædda daga, kl. 10:00-15:00, og reynt að koma áríðandi erindum til úrvinnslu svo sem kostur er.

Öll starfsemi er þó í lágmarki enda starfsmenn flestir fjarverandi í sumarleyfum sínum.

Skrifstofustjóri

23.07 2015 - Fimmtudagur

Vesturfarasýning í Kaupvangi – rætt við ferðamálafulltrúa

Kaupvangur var skilgreindur sem menningarsetur Vopnfirðinga fyrir nokkrum árum og víst má halda því fram að húsið tengist menningu. Byggingin ein og sér hefur mikið menningar- og sögulegt gildi, til að mynda er sami byggingarmeistari þessa húss og Alþingis. Innan dyra er menningu að finna, Vesturfarasetur og Múlastofu – og þar eð talað er um kaffihúsamenningu þá er hana að finna í Kaupvangi, í Kaupvangskaffi. Í sumar, nánar tiltekið þann 01. júlí sl., óx þáttur menningar er opnaði í litla herberginu sem um árabil hýsti hluta Múlastofu Vesturfarasýning að frumkvæði Cathy Ann Josepsson. Hana skoðaði tíðindamaður ásamt því að ræða við ferða- og menningarmálafulltrúann Fanney Hauksdóttur.

22.07 2015 - Miðvikudagur

Bráðskemmtileg sýning Leikhópsins Lottu

Sýningar Leikhópsins Lottu vekja ávallt ánægju gesta og skiptir engu máli á hvaða aldri þeir eru, allir hafa gaman af. Í gær sýndi hópurinn Litlu gulu hænuna, þá alþekktu sögu í samsuðu við Jóa og baunagrasið og tókst vel til. Löngu áður en að sýningu kom lá fyrir að notast yrði við plan B, það er að fara með leiksýninguna inn í íþróttahúsið sökum veðurs en öllu jafna kýs leikhópurinn að sýna með jörð og himininn sem rýmismörk. Hins vegar eru aðstandendur við öllu búnir og geta með einföldum hætti fært leiksýninguna inn ef því er að skipta.

21.07 2015 - Þriðjudagur

Áfangastaðurinn Austurland

Sjálfseignarstofnunin Austurbrú hefur ásamt FAUST, Ferðamálasamtökum Austurlands, ýtt úr vör skoðanakönnun þar sem íbúar Austurlands eru hvattir til að taka þátt í mótun áfangastaðarins Austurlands með því að svara könnun á slóðinni: https://www.surveymonkey.com/r/MR8SGJ2 Þann 20. júlí sl. birtist framangreint á heimasíðu Austurbrúar, www.austubru.is 

Með könnuninni lýkur fyrsta hluta þriggja ára verkefnisins „Áfangastaðurinn Austurland“,  sem hófst fyrir rúmu ári að frumkvæði FAUST.

Veðrið núna

Alskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 12:00
Hitastig:
9,6 °C
Vindur:
4 m/s
Vindátt:
NNATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir