03.10 2015 - Laugardagur

Selárlaug er opin á ný

Það tilkynnist hér með að Selárlaug hefur verið opnuð á ný og er útlit fyrir að tekist hafi að lagfæra það sem afvega fór. Eru gestir boðnir velkomnir til laugar að nýju en vakin er athygli á að skyldusund grunnskólans standur yfir þessar vikurnar og miðast opnun virka daga við það, þ.e. milli kl. 12:00 - 14:00. Helgaropnun er hin sama, kl. 12:00 - 16:00.

-Fulltrúi

01.10 2015 - Fimmtudagur

Fundað um framhaldsdeild á Vopnafirði

Í gær var fundað í Kaupvangi um framhaldsdeild á Vopnafirði. Voru mættir til fundar fulltrúar sveitarfélagsins, Framhaldsskólans á Laugum, Austurbrúar og framhaldsdeildarinnar á Þórshöfn. Er sú deild rekin af Laugaskóla, hefur samstarfið gengið vel og vilji til að koma að framhaldsdeild á Vopnafirði. Eru nemendur öllu jafna heima í skóla en viku í hverjum mánuði fara nemendurnir til Lauga í skóla og þá er séð til þess að stærstu viðburðir félagslífsins fari fram í þeirri viku. Hafði Hallur áfangastjóri orð fyrir Laugaskóla, kynnti samstarfið og starfstilhögun. Tíðindamaður gluggaði í fundargerð þá er formaður fræðslunefndar ritaði og nýtir í texta fréttarinnar.

30.09 2015 - Miðvikudagur

Selárlaug lokuð föstudaginn 02. október

Vakin er athygli á að Selárlaug verður lokuð föstudaginn 02. október nk. vegna hreinsunar. Stefnt er að opnun laugardaginn þriðja – og verður nánar auglýst þegar nær dregur – og örugglega á sunnudag. Á  morgun verður opið fyrir sundlaugargesti milli kl. 12:00 – 14:00 líkt og verður svo í haust meðan sundkennsla stendur yfir.

-Fulltrúi

29.09 2015 - Þriðjudagur

Dekkjakurl gervigrasvalla til umræðu

Mikil umræða á sér stað í samfélaginu nú um stundir er varðar gúmmíkurl á gervigrasvöllum vítt og breitt um landið. Umræðan er ekki ný, finna má dæmi um málið nokkur ár aftur í tímann og hefur náð inn í sal alþingis. Í bréfi stjórnar Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra – dags. 25. september sl. er farið fram á við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni. „Svo börnin okkar geti leikið sér og þjálfað sína færni örugg og við heilsusamlegar aðstæður,“ segir í tilkynningunni.

Veðrið núna

Alskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
9,0 °C
Vindur:
5 m/s
Vindátt:
SATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir