24.10 2014 - Föstudagur

Einherji fær úthlutað fé til barna- og unglingastarfs

Á heimasíðu KSÍ, www.ksi.is, er frá því greint að Alþjóðaknattspyrnusambandið (UEFA) hafi ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2013/2014 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Njóta austfirsk félög góðs af – einkum og sér í lagi fyrir þá ákvörðun stjórnar KSÍ að leggja til aukalega 39 milljónir króna hér að lútandi. Þannig renna til austfirskra knattspyrnufélaga tæpar sex milljónir króna og skiptist þannig: Huginn Seyðisfirði fær hæsta greiðslu, 1,1 milljón, en liðið spilaði í 2. deild í sumar. Fjarðabyggð vann deildina en að liðinu standa Valur, Austri og Þróttur Neskaupstað sem fá 800 þúsund hvert. Aukinheldur rennur sama upphæð, 800 þúsund, til Hattar, Leiknis og Einherja sem spiluðu í þriðju deild karla í sumar, alls 5.9 milljónir.

24.10 2014 - Föstudagur

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar verður haldið nú um helgina 24.-26. október á Hvammstanga. Yfir 600 unglingar, leiðtogar, djáknar og prestar eru skráð á mótið en það er einn fjölmennasti viðburður í kirkjustarfinu. Um 20 manna hópur frá æskulýðsfélagi Hofsprestakalls – Kýros frá Vopnafirði og Bakkafirði tekur þátt í mótinu, en þetta er 10. skiptið í röð sem hópur frá Vopnafirði fer á mótið.

23.10 2014 - Fimmtudagur

Svo kom vetur

Vopnfirðingar líkt og aðrir íbúar Norður- og Austurlands nutu líklega besta vors/sumars/hausts um langt árabil á umliðnum mánuðum; sumir miðaldra menn með sérlega gott veðurminni ganga svo langt að staðhæfa að þeir myndu ekki betri tíð en þessa. Hvort það er rétt eður ei er hægt að fullyrða að tíðin var góð, annað sumarið í röð var veður lengstum blítt eftir nokkur sumur harla léleg á undan við ríkjandi norðanátt og hita undir meðallagi. Svo líður þetta ár og þeir sem minnst muna rifja upp tíðina síðustu daga og vikur og halda því blákalt fram að sumarið 2014 hafi boðið upp á fáeina daga þar sem hægt var að flatmaga í geislum sólar. Og við því er ekkert að gera. Svo kom vetur jafn skyndilega og sumarið nokkrum mánuðum fyrr. Og þjóðin var slegin furðu – enn einu sinni. 

23.10 2014 - Fimmtudagur

Selárlaug lokuð í dag, fimmtudag

Frá Selárlaug:

Selárlaug verður lokuð í dag, fimmtudaginn 23. október, allan daginn en opin eftir það samkvæmt auglýstri opnun; virka daga milli kl. 10:00-12:00 og um helgar milli kl. 12:00-16:00.

Er fólk beðið að virða þessa opnun - og lokun.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 03:00
Hitastig:
-5,2 °C
Vindur:
3 m/s
Vindátt:
SVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir