30.10 2014 - Fimmtudagur

Af árshátíð Vopnafjarðar – 2. hluti

IMG_5390.JPGÍ gær var farið nokkrum orðum um árshátíð Vopnafjarðarhrepps, sem er einn stóru viðburða í félagslífi Vopnfirðinga því þótt einungis starfsmenn og nefndarfólk eigi rétt á þátttöku á hátíðinni býðst þeim öllum að fara á ball að henni lokinni. Með fregninni fylgdi nokkur fjöldi mynda og í dag verður bætt um betur. Er prúðbúnir gestir komu í hús bauðst þeim myndataka í litla sal félagsheimilisins og það ekki hefðbundin heldur passamyndataka, sem gat verið af einni persónu, tveimur eða fleirum.

29.10 2014 - Miðvikudagur

Af árshátíð Vopnafjarðar

Síðastliðinn laugardag tók vetur við af sumri samkvæmt almanakinu, 25. október markaði formlegt upphaf vetrar. Þann dag hefur sveitarfélagið tekið frá fyrir árshátíð sína og á sl. áratug líklega einu sinni vikið frá þeirri reglu. Eina árshátíð þarf að undirbúa og gera það vel – og sem betur fer er til fólk sem tekur það góðfúslega að sér. Í tilfellum eru persónur sem komið að hafa að verkinu um árabil en breytir ekki því að hver hátíð kallar á vinnandi hendur. Launin eru ánægjulegar samverustundir og fullvissan um gott verk því hvað er betri umbun en þakklátt fólk, prúðbúið og fallegt komið til að njóta þess sem í boði er; fyrsta flokks matar, úrvalsskemmtunar og dansleiks með stórgóðri hljómsveit. Uppskrift að fullkomnu kvöldi eða hvað?

27.10 2014 - Mánudagur

Vopnafjörður 26.10.14

Veturinn er kominn, beinlínis því fyrsti vetrardagur var síðastliðinn laugardag, tuttugasta og fimmta október. Daginn eftir rölti tíðindamaður með myndavélina nokkurn spöl innan þéttbýlisins og þótt hann blési köldum vindi var fremur bjart yfir sjó og landi. Framundan er lengsta árstíðin, veturinn, en sumardagurinn fyrsti er samkvæmt almanakinu 23. apríl 2015 eða eftir ½ ár, hvorki meira né minna. Miklar líkur eru á að enn ríki vetrartíð svo veturinn getur í tilfellum teygt sig yfir 8 mánuði líkt og hann gerði fyrir fáeinum árum er í septemberbyrjun gekk veðurofsi yfir Norðurland með fjárfelli sem afleiðingu. Nú var annað uppi á teningnum, september og vel inn í október ríkti veðurblíða og á löngum vetri koma tímabil með mildu veðri og eiga sinn þátt í að stytta veturinn. Nógu langur er hann nú samt.

24.10 2014 - Föstudagur

Einherji fær úthlutað fé til barna- og unglingastarfs

Á heimasíðu KSÍ, www.ksi.is, er frá því greint að Alþjóðaknattspyrnusambandið (UEFA) hafi ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2013/2014 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Njóta austfirsk félög góðs af – einkum og sér í lagi fyrir þá ákvörðun stjórnar KSÍ að leggja til aukalega 39 milljónir króna hér að lútandi. Þannig renna til austfirskra knattspyrnufélaga tæpar sex milljónir króna og skiptist þannig: Huginn Seyðisfirði fær hæsta greiðslu, 1,1 milljón, en liðið spilaði í 2. deild í sumar. Fjarðabyggð vann deildina en að liðinu standa Valur, Austri og Þróttur Neskaupstað sem fá 800 þúsund hvert. Aukinheldur rennur sama upphæð, 800 þúsund, til Hattar, Leiknis og Einherja sem spiluðu í þriðju deild karla í sumar, alls 5.9 milljónir.

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 12:00
Hitastig:
-4,5 °C
Vindur:
2 m/s
Vindátt:
SSVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir