20.04 2015 - Mánudagur

Hirðfíflin enduropna - í Sjóhúsinu

Hirðfíflin hafa enduropnað, nú í hinu glæsilega Sjóhúsi við Ásbryggju. Betra húsnæði gátu þau vart fengið. Fregn sem þessi er gleðifregn en um árabil hafa nokkrar góðar konur staðið að nytjamarkaði með hléum á Vopnafirði. Nafnið, Hirðfíflin, þótti þeim án efa vel valið en eins og einn aðdáandi þeirra, Gísli Skúla, skrifaði (16.04.12) þá er þetta er skemmtileg nafngift sem ber vitni um skapandi málnotkun og góða kímnigáfu. Hirðfífl voru hér áður fyrr til skemmtunar við hirðir og gengu stundum nokkuð langt í gríninu. En þau áttu það líka til að segja húsbændunum til syndanna þegar enginn annar þorði, af ótta við að missa höfuðið. Þarf ekki einmitt að segja okkur rækilega til syndanna í umhverfis- og nýtingarmálum? Hirðfíflin lengi lifi!

17.04 2015 - Föstudagur

Störf í boði sumarið 2015

Störf í boði hjá Vopnafjarðarhreppi 2015

Vopnafjarðarhreppur auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar sumarið 2015

Sundlaugargæsla:
Tvö störf við gæslu við sundlaugina í Selárdal frá 1. júní – 30. ágúst nk. starfshlutfall 100%

Flokksstjórar:
Þrjú störf flokksstjóra við  unglingavinnu sveitarfélagsins frá 1. júní -15. ágúst nk.  starfshlutfall 100 %

16.04 2015 - Fimmtudagur

Aflaverðmæti smábáta rúmir 24 milljarðar

Smábátar skiluðu metafla á síðasta fiskveiðiári og veiddu tæp 90 þúsund tonn. Þeir veiddu um 24% af öllum þorski hér við land og 34% af ýsu. Smábátaeigendur gagnrýna stjórnvöld fyrir breytingar á „pottunum“ og skerðingu á línuívilnun. Þetta kom fram á landsfundi smábátaeigenda í október sl. en þar flutti Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, yfirgripsmikið erindi um veiðar smábáta og baráttumál  LS. Þetta eru stórar tölur og sýnir mikilvægi þessarar stéttar í jafn mikilvægu samspili við stórútgerðirnar, sem eðli málsins samkvæmt sækja fiskinn lengra.

15.04 2015 - Miðvikudagur

Nýr Uppbyggingarsjóður Austurlands

Sjálfseignarstofnunin Austurbrú sem stofnuð var fyrir 3 árum á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands - og annast auk heldur daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi – kynnti á heimasíðu sinni þann 27. mars sl. nýjan sjóð, Uppbyggingarsjóð Austurlands. Lá fyrir að breytinga væri að vænta en um árabil hafði t. a. m. menningarmálanefnd Vopnafjarðar, ásamt öðrum menningaraðilum í sveitarfélaginu, sótt í sjóð Menningarráðs Austurlands. Lengstum fékk menningarmálanefnd úthlutað fé út sjóðnum byggðum á umsóknum menningarfulltrúa en ekki á síðasta ári, síðasta ári sem sjóðurinn var starfandi.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 03:00
Hitastig:
4,8 °C
Vindur:
8 m/s
Vindátt:
SSVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir