03.05 2016 - Þriðjudagur

Fyrsti maí – „Samstaða í 100 ár- sókn til nýrra sigra!“

1. maí 2016 átti sér kjörðorðið „Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra!“ Verkalýðsbarátta á sér langa sögu og leikur enginn vafi á að án hennar væri staða verkafólks enn lakari en raun ber. Allt frá 1889 hefur 1. maí verið skilgreindur sem dagur verkalýðs og hafa Íslendingar fagnað deginum frá 1923 er fyrsta kröfugangan var farin. Dagurinn varð hins vegar fyrst lögskipaður frídagur hér á landi árið 1972 en til samanburðar má geta þess að ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð gerði daginn að frídegi árið 1938. Fyrsti maí er hátíðisdagur verkalýðsins um leið og hann er alþjóðlegur baráttudagur þess. Vopnfirðingar minntust dagsins í félagsheimilinu Miklagarði þar sem í boði var auk ræðu Gunnars Smára og tónlistar Batterísins kökuhlaðborð að hætti Lindarinnar.

03.05 2016 - Þriðjudagur

Sumaropnun Selárlaugar

Vakin er athygli á að frá og með síðastliðnum mánaðamótum er Selárlaug opin samkvæmt sumaropnun, alla daga - þ.e. virka daga sem helgar - milli kl. 12:00 - 22:00. Í júli verður opnunin lengd í fremri endann, opið frá kl. 10:00.

Í kvöld verður opið til kl. 19:00 af óviðráðanlegum ástæðum en í framhaldinu skv. ofangreindri opnun. Eru gestir beðnir um að hafa þetta í huga og haga heimsókn sinni í samræmi við þennan opnunartíma.

-Fulltrúi

02.05 2016 - Mánudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir sumarafleysingar

Frá Hjúkrunarheimilinu Sundabúð:

Okkur bráðvantar starfskraft til afleysinga í eldhús Sundabúðar í 5 vikur, þ.e. síðari hluta júlímánaðar og fram í ágúst – er starfshlutfall 55%.

Einnig vantar á stuttar kvöldvaktir, vinnutími frá kl. 18:00-22:00. Felst starfið í aðstoða við að framreiða kvöldmat, frágang í eldhúsi og aðstoð með sjúklinga á hjúkrunardeild. Ráðningartímabil frá 1. júní nk.

02.05 2016 - Mánudagur

Bustarfell auglýsir eftir rekstraraðila Hjáleigunnar

Stjórn Minjasafnsins á Bustarfelli auglýsir eftir rekstraraðila að kaffihúsinu Hjáleigunni við hlið Minjasafnsins frá 10. júní til 13. september frá og með árinu 2016 til og með 2020. Minjasafnið á Bustarfelli leggur til tekjutryggingu fyrir viðkomandi rekstraraðila.

Veðrið núna

Lítils háttar súld

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
1,6 °C
Vindur:
6 m/s
Vindátt:
NATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir