03.09 2015 - Fimmtudagur

Tónleikar Evu Mjallar í Kaupvangskaffi

Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari heldur tónleika í Kaupvangskaffi annað kvöld, föstudagskvöldið 04. september og hefjast þeir kl. 20:30. Um er að ræða tónlistarflutning með rafmagnsfiðlu og nýtir listamaðurinn vídeó við flutning verkanna. Hefur  Eva Mjöll verið búsett um langt árabil erlendis  og getið af sér gott orð svo telja verður það mikinn viðburð að hún skuli vera komin til Vopnafjarðar til að leika tónlist sína. Aðgangur er ókeypis svo Eva Mjöll býður í hús og má vænta að margur muni þiggja heimboðið. Er Eva Mjöll af tónlistarætt og hóf reglubundið fiðlunám sjö ára gömul – og hefur allar götur síðan haldið um fiðlu og boga.

02.09 2015 - Miðvikudagur

Hirðfíflin afhenda sveitarfélaginu gjöf

Hirðfíflin vopnfirsku hafa sýnt einstakt framtak öll þau ár sem samfélag þeirra hefur verið til. Sá hugur sem þau sýna samborgurum sínum er til mikillar fyrirmyndar og enn á ný voru fulltrúar Hirðfiíflanna mættir færandi hendi með fé til góðgerðarmála. Í dag áttu þær Steinunn Gunnarsdóttir og Rósa Aðalsteinsdóttir stefnumót við Ólaf Áka sveitarstjóra á skrifstofu hans. Upp úr tösku Rósu voru 2 strimlar dregnir með samanlagðri upphæð hátt í 1.2 milljónir króna. Um er að ræða afrakstur sölu sumarsins en þær önnuðust m.a. sölu á húsgögnum í eigu sveitarfélagsins og höfðu safnað ryki um árabil engum til þægðar.

02.09 2015 - Miðvikudagur

Selárlaug opin á ný

Athygli er vakin á að Selárlaug er opin á ný eftir eins dags lokun í gær. Haustið er í garð gengið og er komin vetraropnun hvað þýðir að laugin er opin alla virka daga milli kl. 10:00 – 14:00, helgaropnun 12:00 – 16:00.

Sundlaugargestir eru boðnir velkomnir í Selárlaug á ofangreindum tímum.

Fulltrúi

01.09 2015 - Þriðjudagur

Selárlaug er lokuð í dag

Selárlaug er lokuð í dag

Athygli er vakin á að Selárlaug er lokuð í dag, þriðjudaginn 01. september, af óviðráðanlegum orsökum. Verður fólk upplýst um stöðu mála og um leið og þau skýrast - unnið er að lausn þeirra - en í dag er laugin lokuð gestum og eru þeir beðnir um að virða þá ákvörðun.

Fulltrúi

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 00:00
Hitastig:
6,1 °C
Vindur:
4 m/s
Vindátt:
NTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir