29.06 2015 - Mánudagur

Myndarleg dagskrá Vopnaskaks 2015

Vikan markar tímamót því hún inniheldur fjölskylduhátíðina Vopnaskak sem hefst miðvikudaginn 01. júlí nk. Er dagskráin hin myndarlegasta, margskonar viðburðir eru í boði og margbreytileikinn trygging þess að hver og einn finnur sitthvað við hæfi. Í síðastliðinni viku fór flygildi í hvert hús sveitarfélagsins og sjálfsagt er margur þegar búinn að haka við þá viðburði sem þeir hyggjast sækja og/eða taka þátt í. Eru íbúar hvattir til að skreyta hús sín í þeim litum sem hverfi þeirra hefur verið úthlutað, blátt, appelsínugult o. s. frv. Nú er vika Vopnaskaks gengin í garð og íbúar jafnt sem gestir gleðjast yfir tilbreytninni. Frekar verður greint frá hátíðinni á þessum vettvangi þegar hún þokast af stað. Hér að neðan er dagskrá Vopnaskaks 2015 að finna með myndum frá fyrri hátíðum.

26.06 2015 - Föstudagur

Rögnunefndin vill aðallandsbyggðaflugvöllinn í Hafnarfjörð

Rögnunefndin svokallaða, sem nefnd er eftir Rögnu Árnadóttur formanni nefndarinnar, hefur nú skilað skýrslu sinni og niðurstöðum, en um er að ræða stýrihóp um sameiginlega athugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu. Um málefni Reykjavíkurflugvallar hefur verið fjallað á heimasíðu Vopnafjarðar og fyrir því færð rök að flugvöllurinn er mikilvægasti flugvöllur landsbyggðanna, alþjóðlegur flugvöllur er í nokkurra tug kílómertra fjarlægð. Á því leikur enginn vafi að íbúar landsbyggðanna sem sækja þurfa höfuðborgina heim njóta staðsetningar flugvallarins, sem er steinsnar frá miðborginni.

25.06 2015 - Fimmtudagur

Fundað um skipulagsmál

Þriðjudaginn 23. júní sl. var fundað um skipulagsmál, verkferla vegna framkvæmda, gæðakerfi byggingamála o. fl. sem fundarmenn óskuðu eftir að tekið yrði fyrir á fundinum. Auk nefndarmanna úr skipulags- og umhverfisnefnd sátu Halldór Jóhannasson skipulagshönnuður og Sigurður Jónsson byggingafulltrúi fundinn ásamt Ólafi Áka sveitarstjóra og Magnúsi Má fulltrúa og starfsmanni byggingafulltrúaembættisins.

24.06 2015 - Miðvikudagur

Áhrif brottfluttra mikil

Á vefsíðu Austurbrúar, www.austurbru.is, er frá því greint að Austurbrú hafi ásamt samstarfsaðilum á Borgundarhólmi í Danmörku, Suðurey í Færeyjum og Vesterålen í Noregi unnið að viðamikilli rannsókn þar sem leitast er við að kortleggja virði brottflutts ungs fólks til heimahaganna í gegnum menningarviðburði. Rannsóknin gekk undir heitinu „Heima er þar sem Eyjahjartað slær“ og lauk nýverið.

Veðrið núna

Lítils háttar súld

Skjaldþingsstaðir

kl. 12:00
Hitastig:
6,4 °C
Vindur:
7 m/s
Vindátt:
NNATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir