23.04 2014 - Miðvikudagur

Kóramót á Vopnafirði

Kórar Vopnafjarðar boða til kóramóts í félagsheimilinu Miklagarði í kvöld frá og með kl. 20:00. Fólk sem ann kórsöng fær eitthvað fyrir sinn snúð kjósi það félagsheimilið fremur en stofusófann eina kvöldstund. Á kóramóti koma allir kórar Vopnafjarðar fram, barna-, kirkju- og karlakórinn. Hefjast tónleikarnir sem fyrr greinir kl. 20:00. Á sunnudaginn n. k. halda kirkju- og karlakórarnir síðan norður, halda tónleika í Þorgeirskirkju í Ljósavatnsskarði kl. 14:00 og um kveldið í Skjólbrekku í Mývatnssveit.

 

22.04 2014 - Þriðjudagur

Hreindýr í Vesturárdal

Síðastliðið laugardagskvöld ók tíðindamaður um Vesturárdal á leið sinni frá Reykjavík til Vopnafjarðar og þó það sé vart í frásögur færandi þá ók hann fram á allstóran hóp hreindýra skammt ofan Hauksstaða. Taldi sig heppinn að enn var birtu vart tekið að bregða og eins voru dýrin flest neðan vegar. Það þekkja allir sem ekið hafa að kvöld- eða næturlagi fram á hreindýr að ekki skín á augu þeirra eins og á við um margar skepnur aðrar en augun verða sjálflýsandi þegar ljós berst til þeirra, svo sem bílljós. Eins stoltir og Austfirðingar eru af hreindýrum sínum, einir landsmanna sem njóta návista þeirra, fylgir því áhætta líka svo sem kom í ljós síðar sama kvöld á sama stað.

 

22.04 2014 - Þriðjudagur

Æskulýðsfélagið kynnir Vinavikuna á höfuðborgasvæðinu

Frá því var greint á heimasíðu Vopnafjarðar þann 16. janúar sl. að æskulýðsfélag Hofsprestakal, Kýros, myndi kynna Vinavikuna á höfuðborgarsvæðinu dagana 24.-27. apríl n. k. Allt var það satt og rétt – og nú er að þessari för ungmennanna komið. Á heimasíðu Hofsprestakalls er frá þessu nánar greint og má lesa hér að neðan.

 

17.04 2014 - Fimmtudagur

Helgihald í dymbilviku og um páska

Páskahátíðin er í nánd en í aðdraganda þeirra er dymbilvikan, sem hefst með pálmasunnudegi en samkvæmt Mattheusarguðspjallinu reið Jesú þann dag á asna inn í Jerúsalem til að halda páska gyðinga, margir fögnuðu honum með því að veifa pálmagreinum og hylltu hann sem konung og frelsara. Páskar, sem þýðir „fara framhjá“ / „ganga yfir“, er ein helsta hátíð kirkjunnar og því er eðlilega nokkuð um að vera á Vopnafirði af þessu tilefni, sbr. meðfylgjandi frá Hofsprestakalli.

 

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 03:00
Hitastig:
2,1 °C
Vindur:
3 m/s
Vindátt:
SSVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir