23.06 2016 - Fimmtudagur

Karlakórinn Heimir á Vopnafirði – í boði Stefáns Leifssonar

Einn þekktasti karlakór Íslands, Karlakórinn Heimir úr Skagafirði, mun skemmta Vopnfirðingum nk. laugardagskvöld, 25. júní kl. 20:30 í Miklagarði. Vel er boðið því Vopnfirðingurinn Stefán Leifsson býður Vopnfirðingum öllum til tónleikanna þeim að kostnaðarlausu! Tilefni þessa höfðinlega boðs er að Stefán fagnaði 75 ára afmæli á sl. ári og kýs að halda upp á það með þessum hætti. Rausnarlegra verður vart boðið.

22.06 2016 - Miðvikudagur

Vopnaskak 2016 hefst miðvikudaginn 29. júní

Eftir nákvæmlega eina viku hefst bæjarhátíðin Vopnaskak. Rétt eins og á sl. ári – og raunar um langt árabil – stendur mikið til. Dagskráin er myndarleg og ljóst að Vopnfirðingar og gestir munu hafa í nógu að snúast hyggist þeir nýta sér það sem í boði er. Má gera ráð fyrir að það muni fólk einmitt gera því það er gömul saga og ný að allt byggist þetta á þátttöku íbúa og gesta. Meðfylgjandi er dagskráin eins og hún lítur út á þessari stundu en þegar nær dregur verða atburðum gerð nánari skil, t.a.m. hvar súpu verður að finna á laugardagskvöldinu 02. júlí. Dagskrána má síðan finna áfram hér á síðunni undir „Íþróttir og menning“ – Vopnaskak.

21.06 2016 - Þriðjudagur

Íbúaþingi haldið áfram – Veljum Vopnafjörð!

Miðvikudaginn 15. júní sl. var íbúaþingi framhaldið og rétt eins og á þinginu sjálfu í apríl var mæting íbúa með ágætum – á tíma þar sem fjöldi fólks er af staðnum farið vegna sumarfría. Eru aðstandendur eðlilega ánægðir og stoltir yfir þeim augljósa áhuga sem hér ríkir og er hvati til góðra verka á komandi ári og árum. Markmiðið var að fá sem flesta að þinginu og sá fjöldi sem mætt hefur gefur tilefni til bjartsýni. Verkefnið, sem fékk það viðeigandi heiti Veljum Vopnafjörð, er sett þannig upp að standi í eitt ár en líkt og fram kom á framhaldsþinginu munu verkefni sem vænlegust eru halda áfram og skila vonandi af sér afurð. Það er auðvitað lykillinn að árangri að við höfum fulla trú á því sem við erum að gera. Bjartsýnin sem ríkir innan hópsins og áhuginn grundvallar framhaldið.

20.06 2016 - Mánudagur

17. júní á Vopnafirði

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var hátíðlegur haldinn á Vopnafirði. Fátt var af fólki í byggðarlaginu var vitað en dagskrá er Ungmennafélagið Einherji stóð að venju samkvæmt skyldi vera í boði. Að morgni bauðst íbúum að sækja hátíðarmessu, síðustu messuna á Vopnafirði að sinni. Var notalegt að hreiðra um sig í Hofkirkju og hlýða á messu. Ekki var hátíðarkaffi í Miklagarði að þessu sinni heldur fólk hvatt til að nýta sér opnun kaffihúsanna, Kaupvangskaffis og Hjáleigunnar. Sjálfsagt hefur hátíðargangan ekki verið öllu fámennari en tilgangurinn helgar meðalið, 17di júní og skrúðganga eru bundin órjúfanlegum böndum. Gengin venjubundna leið frá Miklagarði að hátíðarsvæðinu þar sem fjallkonan fór með ávarp til fósturjarðarinnar og hátíðarræða var flutt.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 06:00
Hitastig:
9,6 °C
Vindur:
1 m/s
Vindátt:
VSV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir