26.11 2015 - Fimmtudagur

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi

Í fréttatilkynningu í tengslum við bókmenntakynningu á Austurlandi segir að skáldin komi helgina 27.-29. nóvember, þ.e. komandi helgi. Stund og staður á Vopnafirði er: Föstudagur 27. nóvember nk. kl. 20:30 í Kaupvangskaffi. Í tilkynningunni segir:

Árviss rithöfundalest fer um Austurland helgina 27. til 29. nóvember. Á ferð verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín. Iðunn Steinsdóttir varpar ljósi á langafa sinni í Hrólfs sögu sem Salka gefur út, Jón Gnarr segir frá Útlaganum sem JPV gefur út og Kristín Helga Gunnarsdóttir les um Litlar byltingar sem kemur hjá JPV. Sigurjón Bergþór Daðason kemur með sína fyrstu bók, Hendingskasti, og Austfirðingurinn Smári Geirsson les úr riti sínu sem Sögufélagið gefur út, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915.

25.11 2015 - Miðvikudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð óskar starfsmanns til afleysinga

Atvinna - afleysingastörf

Sjúkraliði eða aðstoðarfólk í umönnun óskast til starfa vegna barnsburðarleyfis og vetrarfrísafleysinga. Um er að ræða tvö störf:

Annars vegar 60-70 % starf frá 1.febrúar til ágústloka 2016, möguleiki á hærra vinnuhlutfalli yfir sumartímann.

Hins vegar afleysing vegna vetrarleyfa og getur vinnuhlutfall verið breytilegt, viðkomandi þarf að geta hafið störf í kringum 20. janúar 2016.24.11 2015 - Þriðjudagur

Fundað um söguslóðir Austurlands

Í síðastliðinni viku, nánar tiltekið fimmtudagskvöldið 19. nóvember, boðaði stjórn Söguslóða Austurlands til fundar í félagsheimilinu Miklagarði. Svöruðu kallinu nokkrir heimamenn sem líta má á sem áhugafólk um efnið. Mjór er mikils vísir. Til kynningar var verkefnið á „Vopnfirðingasöguslóð“, sem er samstarfsverkefni Söguslóða Austurlands er ber fjárhagslega ábyrgð á verkefninu, Vopnafjarðarhrepps er annast verkefnastjórn, áhugafólks um Vopnfirðinga sögu, áhugamannafélagsins Hofverja, Vesturfaramiðstöðvar Austurlands, Ferðamálasamtaka Vopnafjarðar og Steve Guttormsson. Framsögumenn voru Baldur Pálsson stjórnarformaður Söguslóða Austurlands og Berghildur Fanney Hauksdóttir verkefnisstjóri Vopnfirðinga söguslóða.

23.11 2015 - Mánudagur

Umræðu- og kynningarfundur í Sambúð um menningarerfðir

Komið er hér með á framfæri að fundað verður um menningarerfðir í Sambúð fimmtudaginn 26. nóvember nk. á vegum mennta- og menningarráðuneytisins. Alls verða haldnir þrír slíkir fundir á Austurlandi varðandi óáþreyfanlegan menningararf/menningarerfðir eins og segir í tilkynningu hér að lútandi.

Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla; hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku; kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 06:00
Hitastig:
-3,8 °C
Vindur:
3 m/s
Vindátt:
SSVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir