24.02 2017 - Föstudagur

Veðurofsi gengur yfir Ísland

Veðurstofan hefur varað við foráttu veðri í dag. Það voru skrautlegar þrýstilínurnar sem birtust á skjánum í gærkvöldi er veðurfræðingurinn Theodór Freyr fór yfir veður morgundagsins. Að þessu sinni lét veðurfræðingurinn nægja að taka einungis einn dag fyrir, ekki var horft til næstu daga líkt og venja er að öðru leyti en því að veðrið skyldi ganga niður í kvöld. Fyrst mun veðurhamurinn fara yfir sunnanvert landið og síðan þýtur vindurinn yfir hálendið norður og austur. Byrjað er að bæta í vind syðra í morgun með úrkomu og ljóst að óveðrið sem búið var að spá er komið til landsins. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag og Vegagerðin hefur lokað ýmsum leiðum í dag, t.a.m. Mývats- og Möðrudalsöræfum frá kl. 16.

23.02 2017 - Fimmtudagur

Eflum frumkvöðlana og unga fólkið

Á síðastliðnum vori, nánar tiltekið 23.-24. apríl, var íbúaþing haldið á Vopnafirði með þátttöku hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins en að þinginu stóðu Vopnafjarðarhreppur, Byggðastofnun og Austurbrú. Til varð verkefnið „Veljum Vopnafjörð“. Aftur var komið saman 15. júní sl. en verkefnastjórn fundaði á milli þinga svo sem áætlað var. Hér fer texti sem Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sem leitt hefur verkefnavinnuna, skrifar en vinnan hefur haldið áfram svo sem áætlað var.

22.02 2017 - Miðvikudagur

Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur á Vopnafirði

Svavar Knútur, söngvaskáld og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og söngvaskáld bjóða Vopnfirðingum og nærsveitungum til menningarkvölds með ljóðalestri, sögum og skemmtilegri tónlist í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. febrúar, kl. 20:30 í félagsheimilinu Miklagarði. Vinirnir eru staddir á Vopnafirði að flytja dagskrá fyrir grunnskólanema um Tómas Guðmundsson og þótti þeim Vopnafjörður því liggja vel við höggi.

22.02 2017 - Miðvikudagur

Ertu með hugmynd?

Í þessari viku verða haldin örnámskeið fyrir frumkvöðla, á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar. Þar mun Katrín Jónsdóttir m.a. fjalla um leiðina frá hugmynd að veruleika, gerð viðskiptaáætlana, markaðsmál og internetmarkaðssetningu. Hægt er að velja sér námskeið til að mæta á. Öll námskeiðin verða haldin á Hótel Tanga – fundarherbergi. *Námskeiði dagsins varð að fresta vegna erfiðra samgangna en leiðbeinandi er hér á morgun og föstudag.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 03:00
Hitastig:
2,3 °C
Vindur:
3 m/s
Vindátt:
N
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir