27.08 2014 - Miðvikudagur

Er byggðastefna blótsyrði?

Byggðastefna var til umræðu á heimasíðu Vopnafjarðar í gær og því lofað að framhald yrði á í dag. Umfjöllun gærdagsins var einkum og sér í lagi byggð á skrifum Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar - um stofnunina og hlutverk hennar samkvæmt lögum. Sjálfsagt er starfsmönnum á tíðum vandi á höndum því bæði eru verkefnin ærin og skilningur okkar íbúa almennt takmarkaður á því sem gert er og ekki síður hvað gerlegt er. Mýmargir, bæði lærðir og leiknir, hafa haft á því skoðun hvað byggðastefna er og hvernig hún er rekin á Íslandi. Þeirra á meðal eru háskólakennararnir Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, og Þóroddur Bjarnason, prófessor við sama skóla og formaður stjórnar Byggðastofnunar. Það sýnir ef til vill stöðu málefnins að 7 árum eftir ráðstefnu haldin á Blönduósi 05. maí 2007, og Jón Þorvaldur var með framsögn er hann nefndi „Er byggðastefna skammaryrði?“, skuli Þóroddur skrifa grein undir heitinu „Er byggðastefna blótsyrði?“.

26.08 2014 - Þriðjudagur

Er byggðastefna til?

Byggðastefna er orð sem íslensk þjóð hefur um langan aldur haft ýmsar skoðanir á; allt frá því að byggðastefna sé ekki til, ef hún er til þá er hún arfavitlaus og niðurstaðan almennt sú að við kunnum ekki til verka. Bent er til annarra sem gera þetta mun betur og væri staða okkar önnur og betri ef við stæðum að málum með öðrum hætti. Nú er það svo að flestar þjóðir standa frammi fyrir nákvæmlega sömu aðstæðum og við, fólk sækir æ meira í stóru þéttbýliskjarnanna en munurinn er umfram allt sá að stærri/fjölmennari lönd eiga fleiri kjarna en einn þó oftast sé það höfuðborgarsvæðin sem helst lokka. Nægir að horfa til Norðurlandanna.

25.08 2014 - Mánudagur

Umfang sjávarútvegs við Faxaflóann og á Austurlandi til umræðu

Hagræðineminn Ásgeir Friðrik Heimisson vann úttekt á umfangi sjávarútvegs á Faxaflóahafnasvæðinu, þ. e. í Reykjavík og á Akranesi, og var birt í sumarbyrjun á síðastliðins árs. Nýverið kom út önnur sambærileg úttekt Ásgeirs Friðriks er varðar umfang sjávartútveg á Austurlandi og hún eins og sú fyrri varpar skýru ljósi á mikilvægi sjávarútvegs fyrir land og þjóð þótt staða hans hafi breyst í áranna rás. Þrátt fyrir að maður gæti haldið annað jókst umfang sjávarútvegs á Faxaflóahafnasvæðinu talsvert á árunum 2009 til 2011, þannig var umfangið 16,47% af heildarframlagi sjávarútvegs á landsvísu árið 2008 en árið 2011 var þetta sama hlutfall hinsvegar komið upp í 19,54%. Í hinni nýbirtu skýrslu Ásgeirs Friðriks og varðar Austurland kemur fram að þaðan koma um 17,3% heildarútflutningsverðmætis sjávarafurða árið 2012 og 7,3% heildarútflutningsverðmæta Íslendinga það ár.

21.08 2014 - Fimmtudagur

Vopnafjarðarskóli settur

Í dag, fimmtudaginn 21. ágúst, var Vopnafjarðarskóli settur í sal skólans að viðstöddu fjölmenni. Að vanda kom í hlut skólastjórans Aðalbjörns Björnssonar að ávarpa gesti og fór í suttu máli yfir starfið í vetur, þakkaði þeim tveimur kennurum sem hverfa af vettvangi samfylgdina, Bjarney Guðrúnu Jónsdóttur og Arnari Ingólfssyni, Bjarney er hætt kennslu en Arnar í ársleyfi. Kynntur var til sögunnar nýr leiðbeinandi íþrótta, Bjartur Aðalbjörnsson, en ítrekaðar auglýsingar eftir íþróttakennara skiluðu engum árangri. Undanþágunefnd samþykkir lausn sem þessa en ekki hvað varðar sundkennslu og er enn óleyst mál en verður allra leiða leitað til lausnar. Er ungum leiðbeinandanum færðar árnaðaróskir.

Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
16,2 °C
Vindur:
2 m/s
Vindátt:
NNATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir