02.09 2014 - Þriðjudagur

Nemendur hitta sveitarstjóra að máli

Ólafur Áki Ragnarsson, nýr sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, mætti til starfa í gær, mánudaginn 01. september, og líkar lífið vel þó hann verði að gera sér að góðu aðra skrifstofu en sína fyrst um sinn. Margt þarf að setja sig inn í en vanur maðurinn verður fljótur að átta sig á hlutunum, m. a. samskiptum við starfsmenn og nemendur grunnskólans. Í morgun fékk Ólafur Áki sína fyrstu formlegu heimsókn er nemendur 7. bekkjar ásamt Heiðbjörtu umsjónarkennara knúðu dyra. Ferðin var ekki einungis kurteisisheimsókn heldur var sveitarstjóra fært bréf með ósk um smíði hjólabrettasvæðis.

02.09 2014 - Þriðjudagur

Vopnafjarðarskóli auglýsir eftir starfsfólki

Vegna veikindaforfalla, til lengri tíma, vantar nú þegar skólaliða í 80% starf. Þá vantar skólann einnig starfskraft í afleysingar fyrir aðstoðarmatráð, ef til vill til lengri tíma.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Afls, starfsgreinafélags.

Umsóknarfrestur er til 6. september n. k.

Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 861-4256 - netfang: adalbjorn@vopnaskoli.is

 

01.09 2014 - Mánudagur

Selárlaug opin í dag milli kl. 10 og 12 - og í september

Selárlaug verður opin gestum í dag milli kl. 10:00 - 12:00 en samkvæmt bráðarbirgðarsamkomulagi Vopnafjarðarhrepps og ráðuneytis umhverfismála er heimilt að hafa laugina opna svo lengi sem við laugina er vörður. Ólafur Björgvin sundlaugarvörður verður við vinnu sína til hádegis en hverfur síðan til sinna verka í Jónsveri og þótt engin sé girðingin umhverfis laugarsvæðið verður lauginni eigi haldið opinni án gæslu, í laugina á enginn að fara. Þetta á ávallt við en staðan verður önnur þegar hægt er að skella í lás með sýnilegri lokun með mannheldri girðingu. Þrátt fyrir langa hefð þar sem Vopnfirðingar sem aðrir sem í sveitarfélagið komu gátu og leyfðu sér að fara í laugina eftir lokun er ekki heimilt að fara í Selárlaug á eigin ábyrgð og er vísað til reglugerðar 814 frá 2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

29.08 2014 - Föstudagur

Baráttuleikir Einherja

Í dag kl. 17:30 hefst leikur Einherja og Hamars á Grýluvelli í Hveragerði en nafnið eitt gæti verið til þess fallið að valda ótta í brjósti andstæðinganna. Slíkt á þó ekki við okkar leikmenn, þeir mæta óhræddir til leiks vitandi að lið Hamars, þrátt fyrir botnsetu, er með hörkulið og 1:0 sigur Einherja þann 15. júní sl. var langt í frá auðveldur. Sá leikur eins og allir aðrir, ef frá er talinn 0:4 leikurinn gegn Leikni í fyrri viku, var jafn og spennandi. Við sem með Einherja stöndum teljum liðið eiga nokkra inneign hjá heilladísunum án þess að treyst verði á þær fremur en annað sem flokka má undir hjátrú.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 03:00
Hitastig:
6,9 °C
Vindur:
5 m/s
Vindátt:
ANATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir