20.12 2014 - Laugardagur

Opnun Selárlaugar og íþróttahúss um jól og áramót

Það mun vera kunnara en frá þurfi að segja að eftir einungis 5 daga gengur jólahátíðin í garð og af árinu standa nú eftir 12 dagar. Hátíðirnar hafa áhrif á okkur með margvíslegum hætti, þannig raskast til að mynda opnun opinberra staða eins og sundlauga og íþróttahúsa. Á Vopnafirði varðar málið annars vegar Selárlaug og hins vegar íþróttahúsið, opnun beggja er svo sem segir hér að neðan.

19.12 2014 - Föstudagur

Aðventustund á Hofi

Um árabil hefur kirkjan staðið að aðventukvöldi í Hofskirkju og fyrir þá sem þangað koma vita að aðventustund í Hofskirkju er einkar notaleg kvöldstund. Litla kirkjan er prýðilegur vettvangur viðburðar þegar myrkrið grúfir yfir samfélaginu með sinni notalegu lýsingu og nánd. Í gærkvöldi stóð Vopnfirðingum til boða að halda til kirkju og eiga þar stund í aðdraganda jólahátíðar. Veður var tiltölulega gott og snjóábreiða yfir landinu - eins og mörgum þykir ómissandi á þessum árstíma. Karlakór Vopnafjarðar fékk það ánægjulega viðfangsefni að vera í aðalhlutverki undir styrkri stjórn kórstjóra síns, Stephen Yates, og söng jólasöngva og -lög, létt lög í bland við hátíðleg.

18.12 2014 - Fimmtudagur

Farið um þéttbýli Vopnafjarðar í gær

Ágætlega viðraði í gær, miðvikudaginn 17. desember, þótt vindkælingin væri á við býsna margar mínusgráður en bálhvasst var um tíma. Bjartviðrið bauð upp á fagurt sólarljós í fjarska; var gerð heiðarleg tilraun til að fanga það með myndavélinni og er árangurinn að finna hér á heimasíðu Vopnafjarðar. Var það annar tilgangur bæjarröltsins að þessu sinni, hinn til að mynda verk starfsmanna áhaldahúss Vopnafjarðarþjónustumiðstöðvar – því oft er þeim legið á hálsi að standa sig ekki í stykkinu. Raunar í flestum tilfellum óverðskuldað. Meðfylgjandi myndir sýna að okkar menn hafa unnið frábært verk við hreinsun á litla samfélaginu og eiga fyllilega hrós skilið – og fá það hér með!

17.12 2014 - Miðvikudagur

Veðurtepptur… á Akureyri

Tíðindamaður var líkt og margir Vopnfirðingar veðurtepptur á Akureyri einn dag eða tvo um síðastliðna helgi. Sjálfsagt hefur það verið misjafnt hvernig fólk hagaði tíma sínum en verandi því sem næst alltaf í vinnunni var tíðindamaður með myndavélina á lofti á göngu sinni sl. sunnudag og tók meðfylgjandi myndir. Þótt þær séu ekki frá Vopnafirði eru myndirnar um margt athyglisverðar og sýna að vetur leggst enn þyngra á Norðlendinga en Austfirðinga. 

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 00:00
Hitastig:
-1,9 °C
Vindur:
1 m/s
Vindátt:
NVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir