02.03 2015 - Mánudagur

Tónkvíslin 2015 - vopnfirskur sigur

Söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum, Tónkvíslin, fór fram með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld að viðstöddu fjölmenni. Ánægjulegt er frá því að greina að sigurvegari í keppni framhaldsskólans og þar með fulltrúa hans í Söngkeppni framhaldsskólanna er Gabríela Sól Magnúsdóttir frá Vopnafirði. Söng Gabríela lag Adele, Skyfall, og þótti bera af í annars frábærri keppni. Aðrir fulltrúar Vopnafjarðar, Ágústa Skúladóttir og Bryndís Gísladóttir, stóðu sig einnig með mikilli prýði en auk þeirra söng Daníel Smári Magnússon í upphafsatriði sönghátíðarinnar sem einn fyrri sigurvegara Tónkvíslar. Þátttaka Vopnfirðinga einskorðast sannarlega ekki við söngvara því í húsbandinu, sem lék hvert lagið af hjartans list, er Logi Helgason trommuleikari og að framkvæmdinni koma þeir margir en um Tómas Guðjónsson leiddi einmitt nemendafélagið um 2ja ára skeið. Svo ber þess að geta að vopnfirsk fyrirtæki eru meðal bakhjarla Tónkvíslar ár eftir ár.

02.03 2015 - Mánudagur

Selárlaug lokuð í dag

Sundlaug Vopnafjarðar, Selárlaug, er lokuð í dag mánudaginn 02. mars vegna veikinda umsjónarmanns. Staðan verður metin á morgun en laugin er lokuð í dag af framangreindum ástæðum.

27.02 2015 - Föstudagur

Fundað um stefnu og framtíðarsýn ferðaþjónustunnar

Í dag, þann 27. febrúar, mun Austurbrú standa fyrir stefnumótunarfundi í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar. Umfjöllunarefnið er mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu. Fundurinn er öllum opinn og á honum gefst einstakt tækifæri fyrir íbúa á Austurlandi til að hafa áhrif á mótun ferðaþjónustunnar. Er fundurinn öllum opinn og hefst kl. 15:00 og er áætlaður fundartími ein klukkustund. Samkvæm tilkynningu frá Austurbrú gefst einstakt tækifæri fyrir íbúa til að taka þátt í mótun stefnu og framtíðarsýnar íslenskrar ferðaþjónustu.

26.02 2015 - Fimmtudagur

Sorphirða á morgun, föstudag 27. febrúar

Athygli íbúa þéttbýlis Vopnafjarðar er vakin á að starfsmenn áhaldahúss munu fara um bæinn á morgun, föstudaginn 28. febrúar, og hirða sorp við hvert hús. Á móti þurfa íbúar að gæta þess að moka frá sorptunnum sínum, ef ekki verður þeim tunnum einfaldlega sleppt. Málið varðar samvinnu okkar íbúa og starfsmanna sveitarfélagsins, höfum það í huga!

Ofangreint byggist á að veður leyfir og áskilur bæjarverkstjóri sér að meta hvort gerlegt er að fara í verkið en sum sé, leyfi veður fer vinnuflokkurinn um bæinn og losar okkur við sorpið - frá tunnum sem mokað hefur verið frá.

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
-3,8 °C
Vindur:
5 m/s
Vindátt:
STungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir