16.04 2014 - Miðvikudagur

Af ferðalagi Rímna og rokks

Frá því greint að hópur ungmenna, þátttakendur í menningarverkefninu Rímur og rokk, af norðausturhorni Íslands hafi lagt upp í langför í fyrradag, nánar tiltekið til Vesterålen í N-Noregi – og þannig endurgoldið kollegum þeirra heimsóknina til Íslands á sl. sumri. Með krökkunum er Sigríður Dóra, hugmyndafræðingur verkefnisins, og Hrund Snorradóttir, starfsmaður Austurbrúar, sem verið Sigríði til aðstoðar frá fyrstu skrefum hugmyndar. Sendi Hrund tíðindamanni meðfylgjandi ferðalýsingu ásamt 2 ljósmyndum. Hrund segir frá:

 

15.04 2014 - Þriðjudagur

Árshátíð Vopnafjarðarskóla 2014

Tíðindamaður heimasíðunnar þreytist seint á að róma árshátíð Vopnafjarðarskóla og hefur fulla ástæðu til því sú sköpun sem kristallast á sviði Miklagarðs ár eftir ár ber skólanum fagurt vitni. Sú stefna skólans að allir eru að fullu þátttakendur í hátíðinni ber að lofa en er engan veginn sjálfgefið þó líkur séu á að sá tími heyri sögunni til að tilteknir einstaklingar sjái um að skemmta bróðurparti nemenda. Síðastliðið föstudagskvöld var tíðindamaður mættur ásamt hluta fjölskyldunnar og naut að þessu sinni kostanna því Jón Sigurðsson bauðst til að annast myndatökuna. Fór vel á því, ekki einungis er pilturinn miklu betri ljósmyndari heldur fékk sá sem þetta ritar fremur notið sýningarinnar en ellegar hefði verið.

 

14.04 2014 - Mánudagur

Rímur og rokk til Vesterålen í Noregi

Í dag, 14. apríl, halda níu íslensk ungmenni á aldrinu 15-17 ára af norðausturhorni landsins til Vesterålen í Norður-Noregi þar sem þau munu kynna íslenskar rímur. Munu þau dvelja dagana 14. – 20. apríl n. k. ytra og ferðin lokahnykkur þriggja ára verkefnis undir yfirskriftinni „Rímur og rokk“. Í fréttatilkynningu hér að lútandi segir síðan að undanfarin tvö ár hafa ungmenni af norðausturhorni landsins unnið með rímur og þjóðlög. Síðastliðið sumar bættust í hópinn ungmenni frá Vesterålen í Norður-Noregi og saman unnu þau undir stjórn Steindórs Andersens kvæðamanns, Hilmars Arnar Hilmarssonar tónskálds, Baldvins Eyjólfssonar tónlistakennara og Sigrid Randers-Pehrson þjóðlagasöngkonu.

 

12.04 2014 - Laugardagur

Páskasunnudagaskóli og páskaeggjaleit

Brátt líður að páskum og á morgun, sunnudaginn 13. apríl, er pálmasunnudagur. Klukkan 11:30 þann dag verður fjölskyldusamvera í Vopnafjarðarkirkju. Sögur, söngur, brúðuleikrit, Hafdís og Klemmi segja frá páskunum og fleira er í boði. Páskaeggjaleit í kirkjunni og safnaðarheimilinu.

 

Að venju stendur kirkjan öllum til boða að eiga saman stund með börnunum í kirkjunni.

 

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 21:00
Hitastig:
-0,8 °C
Vindur:
6 m/s
Vindátt:
NTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir