08.12 2016 - Fimmtudagur

Blakstelpur Einherja stóðu sig vel

Helgina 26. – 27. nóvember sl. tóku 4. og 5. flokkur Einherjastúlkna þátt í Íslandsmótinu í blaki sem haldið var á Akureyri. Er skemmst frá því að segja að þær gerðu góða ferð norður, á sínu fyrsta mót vel að merkja, og komu heim með silfur- og bronspening um hálsinn. 5. flokkur hafnaði í 2. sæti Íslandsmótsins og 4. í 3ja sæti. Niðurstaðan er staðfesting þess að þjálfarar liðshópanna með Svövu Birnu í fylkingarbrjósti hafa unnið einkar gott starf. Hefur blakið á skömmum tíma náð fótfestu á Vopnafirði þótt piltarnir ekki haft sama þolgæðið og stelpurnar en það má alltaf byrja aftur. Frábær framganga stúlknanna kann að tendra í glóðunum.

07.12 2016 - Miðvikudagur

Orkusalan afhendir sveitarfélögum hleðslustöðvar

Orkusalan hefur síðan í öndverðum október sl. farið um landið og fært sveitarfélögum að gjöf hleðslustöðvar fyrir rafbíla í þeim ágæta tilgangi að auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar í nærsamfélaginu. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins munu öll 74 sveitarfélög landsins fá hleðslustöð afhenta og þann 28. nóvember sl. móttók ÓIafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri eina slíka fyrir hönd Vopnafjaðarhrepps. Hleðslutækin sem við valin voru eru sterkbyggð nettengjanleg 22 kW EVLINK tæki frá Schneider Electric. Finna þarf nú stöðinni stað og hún uppsett í framhaldinu. 

06.12 2016 - Þriðjudagur

Marel gefur Selárlaug sundbolta

Marel hefur fært Selárlaug að gjöf kassa innihaldandi sundbolta en fyrirtækið sendir þessar vikurnar sundbolta til bæjarfélaga þar sem Marel fiskvinnslutækni hefur verið innleidd. Flestum mun vera orðið kunnugt að nú stendur yfir uppsetning á einni fullkomnustu fiskvinnslu landsins í bolfiskvinnslu HB Granda á Vopnafirði. Þessi nýja vinnslustöð HB Granda verður búin háþróuðum vinnslutækjum frá Marel en þar má helst nefna FleXicut vatnsskurðarvél og FleXisort afurðaflokkara.

02.12 2016 - Föstudagur

Breytt opnun Selárlaugar tvo daga

Athygli er vakin á að opnun Selárlaugar er með breyttum hætti tvo daga í næstu viku vegna samfélagsvinnu starfsmanns laugarinnar í formi kórsöngs, tilfærsla á opnun en tíminn hinn sami.

 

Um er að ræða sunnudaginn 04. desember nk. þar sem opið verður milli kl. 11:00 – 15:00 í stað venjubundinnar opnunar 12:00 – 16:00.

Miðvikudaginn 07. desember nk. verður opið milli kl. 12:00 – 16:00 í stað 14:00 – 18:00. Að öðru leyti er opið samkvæmt auglýstri opnun að vetri.

 

-Fulltrúi

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 03:00
Hitastig:
2,4 °C
Vindur:
8 m/s
Vindátt:
NNA
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir