25.09 2017 - Mánudagur

Lokahóf yngri flokka Einherja

Sumarið er að baki og tími uppgjörs yngri flokkastarfs Ungmennafélagsins Einherja á dagskrá og síðastliðinn fimmtudag var lokahóf félagsins haldið í sal Vopnafjarðarskóla að viðstöddu stórum hluta barna er hópinn fylla. Að vanda var hópur foreldra viðstaddur. Auðvitað eiga ekki allir heimangengt en þeir sem sáu sér fært um að mæta áttu þar góða stund; móttóku viðurkenningar með þökk fyrir sumarið, tilheyrandi myndatöku og frambornar veitingar í formi pítsu Hótels Tanga – og fengu börn jafnt sem fullorðnir.

25.09 2017 - Mánudagur

Til leigu íbúð

Til leigu 57 m2  íbúð  við Þverholt 7. Um er að ræða  3 herbergja íbúð sem leigist frá 1. nóvember 2017. Umsóknir berist til skrifstofu Vopnafjarðarhrepps fyrir 15. október nk.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps eða á skrifstofu sveitarfélagsins Hamrahlíð 15.  Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps í síma 473-1300, netfang skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is.

Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps

21.09 2017 - Fimmtudagur

Af Vopna

Hrafn einn hefur gert sig heimakominn við Selárlaug svo sem frá hefur verið greint. Þótti vel við hæfi að þessi ágæti fugl fengi nafn og það viðeigandi, Vopni skyldi það vera. Í stuttu máli hefur sambýlið gengið vel, Vopni þekkir sín takmörk og veit sem er að í lauginni á hann ekki að vera né heldur í pottinum en á laugarvegg og girðingu er hann auðfúsugestur. Ánægjuleg tengsl hafa myndast á milli manns og málleysingja og sýnir enn á ný að tungumálið þarf ekki að vera hindrun í samskiptum.

20.09 2017 - Miðvikudagur

Beiðni um þátttöku - Participation request - Imigranci we Wschodniej Islandii

Austurbrú hefur farið þess á leit við heimasíðu Vopnafjarðar að neðangreint verði birt á síðunni. Varðar málið viðhorf og stöðu innflytjenda á Austurlandi og er textinn, sem er á íslensku, ensku og pólsku, frá Austurbrú fenginn. Birtist textinn sem ein færsla á síðunni.

 

Beiðni um þátttöku - Innflytjendur á Austurlandi – Könnun // Participation request - Immigrants in East Iceland – Online Survey // - ankieta internetowa

 

Austurbrú fékk í sumarbyrjun styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála til að kanna hagi og viðhorf innflytjenda á Austurlandi. Á Austurlandi voru á síðasta ári um eitt þúsund innflytjendur af 47 þjóðernum.

Veðrið núna

Alskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
13,8 °C
Vindur:
1 m/s
Vindátt:
VNV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir