23.01 2015 - Föstudagur

Bóndadagur er í dag – þorri byrjar

Í dag er fyrsti dagur þorra, bóndadagur, dagur allra karlmanna og er á sinn hátt stórmerkur því ekki hafa karlmenn annan dag sérmerktan. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu er þorrinn, sem er fjórði mánuður vetrar og hefst sem fyrr greinir á bóndadegi á föstudegi í 13. viku vetrar, sem getur verið á bilinu 19. – 26. janúar - stendur uppá 23ja að þessu sinni. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá góa við.

23.01 2015 - Föstudagur

Óvissu-Vinabíó

Sunnudaginn 25. janúar verður Óvissu-Vinabíó í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju kl. 16:00. Sjoppa opin þar sem verður selt popp, sælgæti og gos. Miðaverð aðeins 300.- kr. Allir eru hjartanlega velkomnir.


Æskulýðsfélag Hofsprestakalls – Kýros stendur að sýningunni til fjáröflunar í ferðasjóð, en helgina 13.-15. febrúar verður æskulýðsmót á Vopnafirði fyrir unglinga af Norður- og Austurlandi.

22.01 2015 - Fimmtudagur

Þorrablót Vopnfirðinga verður fjölmennt

Það mun vera kunnara en frá þurfi að segja að um næstkomandi laugardag, 24. janúar, verður þorrablót Vopnfirðinga haldið með pompi og pragt í félagsheimilinu Miklagarði. Er skemmst frá því að segja að vel verður mætt til hátíðar. Það staðfestir miðasalan; þorrablót Vopnfirðinga 2015 verður hið fjölmennasta um árabil. Er óskandi að fólk komi til með að skemmta sér vel. Í öllu falli mun þorrablótsnefndin gera sitt ítrasta til að svo megi verða rétt eins og aðrar nefndir hafa gert frá öndverðu gert. Rétt er að gestir séu meðvitaðir um að þröngt verður í myndarlegum sal félagsheimilisins, notalega þröngt því öll mætum við með gleði í hjarta ákveðin í að eiga indæla kvöldstund saman.

20.01 2015 - Þriðjudagur

Starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps

Starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps

Vopnafjarðarhreppur  auglýsir starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps laust til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðugildi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk.  Leitað er að einstaklingi með reynslu af störfum við reikningshald og bókhald auk þekkingar á fjárhagsupplýsingakerfum.  Viðskiptamenntun eða önnur starfstengd menntun er æskileg.Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
1,5 °C
Vindur:
18 m/s
Vindátt:
STungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir