24.03 2017 - Föstudagur

Hvað er Ungt Austurland?

Til kynningar voru félagasamtökin UngAust í Kaupvangi sl. miðvikudag. Hingað var mættur formaðurinn, Margrét Árnadóttir, er greindi frá tilurð samtakanna. Hafa samtökin þegar látið til sín taka í umræðunni um t.a.m. samgöngumál fjórðungsins. Meðfylgjandi texti er Margrétar svo sem hann birtist í slæðusýningu hennar en að aflokinni kynningu fór fram umræða um málefnið. Til kynningarinnar mættu nokkur hópur ungs fólks sem má vænta að hafi gengið til liðs við samtökin – er mikils að vænta að starfi þeirra eins vel og þau fara af stað.

22.03 2017 - Miðvikudagur

Áfangastaðurinn Austurland tekur flugið - fréttatilkynning

Stórum áfanga verður náð í verkefninu um Áfangastaðinn Austurland miðvikudaginn 22. mars þegar ný heimasíða www.austurland.is opnar með viðhöfn á Egilsstaðaflugvelli.  Heimasíðunni er ætlað að vera gátt inn í Austurland og er fyrir alla þá sem vilja leita sér upplýsinga um búsetukosti svæðisins, atvinnu og fjárfestingamöguleika. Síðast en ekki síst er  síðan gátt fyrir gestina okkar sem vilja heimsækja Austurland og fá nasasjón af austfirskum lífsstíl. 

21.03 2017 - Þriðjudagur

Ungt Austurland - kynningarfundur

Margrét Árnadóttir verður með kynningu á félagasamtökunum „Ungt Austurland“ í Kaupvangskaffi, miðvikudaginn 22. mars nk. kl. 17:00.    

Ungt Austurland eru frjáls félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangurinn er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk og að auðga umræðu og tengslanet ungs fólks sem hefur áhuga á að byggja fjórðunginn blómlegu samfélagi.

Kynningin er þáttur í verkefninu Veljum Vopnafjörð.

                                               Allir velkomnir 

20.03 2017 - Mánudagur

Heiðarharmur – leshringur

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps hafa ákveðið að stofna tvo leshringi þar sem lesin verður bókin Heiðarharmur eftir Gunnar Gunnarsson. Leshringirnir verða á Egilsstöðum og á Vopnafirði. Í sumar sameinast svo hóparnir og ganga á söguslóðum bókarinnar.

 

Áhugasamir hafi samband við Hjördísi s. 899-0241, icelandchusky@gmail.com eða Fanneyju s. 844-1153, fanney@vopnafjardarhreppur.is

Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 21:00
Hitastig:
4,2 °C
Vindur:
10 m/s
Vindátt:
SSV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir