27.05 2016 - Föstudagur

Samningur Vopnafjarðarhafnar og Björgunarbátasjóðs Vopnafjarðar

Í morgun undirrituðu Magni Hjálmarsson, f.h. Björgunarbátasjóðs, og Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri, f.h. Vopnafjarðarhafnar, samning er varðar þjónustu við höfnina. Í forsendum samnings segir m.a. að þjónustusali [Björgunarbátasjóður] tekur að sér að sjá um flutning á hafnarlóðs fyrir Vopnafjarðarhöfn á björgunarskipinu Sveinbirni Sveinssyni. Auk þess að sjá um flutning hafnarlóðs tekur Björgunarbátasjóður að sér önnur störf fyrir Vopnafjarðarhöfn sem þjónustukaupi og þjónustusali koma sér saman um.

26.05 2016 - Fimmtudagur

Starf skrifstofumanns á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps

Starf skrifstofumanns á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps  er laust til umsóknar frá 1. júlí 2016.  Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf, s.s. afgreiðslu,  símsvörun  og skjalavinnslu, auk tilfallandi verkefna.  

Hæfniskröfur:
•    Leitað er eftir aðila sem hefur reynslu af sambærilegum störfum
•    Góð almenn tölvukunnátta  æskileg
•    Lipurð í samskiptum við samstarfsfólk og viðskiptavini

25.05 2016 - Miðvikudagur

Fagnámskeið fyrir starfmenn innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar

Á útmánuðum, í apríl og maí, var í boði  „Fagnámskeið II fyrir starfmenn innan heilbrigðis- og félags-þjónustunnar“ Vopnafirði.  Einu sinnu í viku komu 12 konur, sem flestar starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar hér, saman til þátttöku í námskeiðinu. Hafði Austurbrú veg og vanda að því með styrk frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Kennslan fór fram í safnaðarheimili kirkjunnar en sökum fjölda þátttakenda var ekki hægt að nýta í kennslustofu Austurbrúar í Kaupvangi.

24.05 2016 - Þriðjudagur

Undirritun samnings um fyrirhugaða stórskipahöfn í Finnafirði

Fréttatilkynning: Undirritun samnings um fyrirhugaða  stórskipahöfn í Finnafirði

Þann 21. maí sl. var undirrituð í Alþingishúsinu viljayfirlýsing milli íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports GmbH & Co.KG og Verkfræðistofunnar Eflu um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Viljayfirlýsingin er framhald af samstarfssamningi sem  viðkomandi aðilar undirrituðu í maí 2014. Viljayfirlýsingin tekur á þáttum sem koma þarf í farveg til þess að verkefnið geti þróast  áfram.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 06:00
Hitastig:
9,9 °C
Vindur:
6 m/s
Vindátt:
SSVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir