12.02 2016 - Föstudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð - atvinna

Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir:

Starfsfólk óskast til sumarafleysinga á hjúkrunardeild Sundabúðar.

Um er að ræða störf við hjúkrun aldraðra, næturvaktir í þvottahúsi, ræstingar og afleysingar í eldhúsi.

Umsóknarfrestur er til 10. mars nk.


Nánari upplýsingar um störfin eru gefnar frá og með  25.febrúar og frá sama tíma er tekið við umsóknum.  Við umsóknum tekur Emma Tryggvadóttir hjúkrunarforstjóri í netfanginu emma@vopnafjardarhreppur.is og gefur einnig upplýsingar í síma 470 1240.

12.02 2016 - Föstudagur

Auglýst er eftir framkvæmdastjóra Vopnaskaks – bæjarhátíðar Vopnafjarðar

Vopnafjarðarhreppur auglýsir eftir framkvæmdastjóra bæjarhátíðarinnar Vopnaskaks sem fram fer á komandi sumri. Í auglýsingu hér að lútandi er hlutverk framkvæmdastjóra skilgreint svo: Að m.a. skipuleggja og stýra hátíðinni, vinna að fjármögnun hennar í samvinnu við ferða- og menningarfulltrúa Vopnfjarðarhrepps og menningarmálanefnd Vopnafjarðar. Um verktöku er að ræða og þarf viðkomandi að geta sinnt starfinu af og til á vorönn 2016 og í fullu starfi í júní allt þar til uppgjöri og frágangi eftir hátíðina er lokið.

11.02 2016 - Fimmtudagur

Af öskudegi

Öskudagurinn er dagur allra barna, óháð aldri. Öskudagurinn er hátíðisdagur í huga tíðindamanns sem seint virðist þreytast á að rifja upp æskuárin innan um önnur börn syngjandi, skríkjandi, hrópandi, dansandi og hlaupandi um götur Akureyrar íklædd alls kyns búningum þess albúin að kyrja fáeina vel æfða söngva gegn nokkurri umbun. Bróðurpartur samfélagsins tók þátt, þetta var dagurinn sem kaupmenn gerðu að degi barnanna, þau skyldu njóta þess að vera meira en velkomin og í stað þess að leggja aur í vasa kaupmanns lagði hann góðgæti í vasa krakkans. En hann fékk líka sína umbun, fölskvalausa einlægni barnsins, misgóðan söng og yndislegt bros að honum loknum – gráma hvunndagsins var rutt úr vegi. Sem betur fer eimir eftir af þessari tilfinningu nú þegar miðaldra maðurinn horfir um öxl og tekur á móti vopnfirskum ungmennum, kurteis, brosmild og reiðubúin til söngs – velflest.

11.02 2016 - Fimmtudagur

Sorphirða á morgun - mokið frá tunnunum!

Vakin er athygli á að á morgun, föstudaginn 12. febrúar, er sorphirða.

Íbúar Vopnafjarðarbæjar eru vinsamlegast beðnir um að taka sér skóflu í hönd og moka frá sorptunnum sínum í dag - þar sem á því er þörf vel að merkja. Nokkur snjór hefur fallið að undanförnu og hindrar í tilfellum leið starfsmanna þjónustumiðstöðvar í viðleitni þeirra við sorphirðuna. Áskilja starfsmenn sér réttar að hirða ekki sorp þar sem húseigendur láta undir höfuð leggjast að ráðst í moksturinn. Vinnum saman.

-Bæjarverkstjóri

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 12:00
Hitastig:
-1,6 °C
Vindur:
9 m/s
Vindátt:
NATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir