01.04 2015 - Miðvikudagur

Opnunartími Selárlaugar og íþróttahúss

Vopnafjarðarhreppur auglýsir opnunartíma Selárlaugar og íþróttahúss sumarið 2015 og veturinn 2015-2016, sbr. meðfylgjandi.

Opnunartími Selárlaugar

Sumar:
Sumartími (15. júní  – 31. ágúst)

Virka daga mánudaga- föstudaga:      kl. 10:00 til kl. 20:00.
Um helgar laugardaga- sunnudaga:    kl. 10:00 til kl. 20:00

31.03 2015 - Þriðjudagur

Helgihald í dymbilviku


Páskahátíðin er í nánd og í aðdraganda þeirra er dymbilvikan, sem hófst sl. sunnudag með pálmasunnudegi. Samkvæmt Mattheusarguðspjallinu reið Jesú þann dag á asna inn í Jerúsalem til að halda páska gyðinga, margir fögnuðu honum með því að veifa pálmagreinum og hylltu hann sem konung og frelsara. Páskar, sem þýðir „fara framhjá“ / „ganga yfir“, er ein helsta hátíð kirkjunnar og því er eðlilega nokkuð um að vera á Vopnafirði af þessu tilefni, sbr. meðfylgjandi frá Hofsprestakalli.

Helgihald í dymbilviku er að finna hér.

30.03 2015 - Mánudagur

Fjölskyldusamvera – fjör í kirkjunni

Í gær, sunnudaginn 29. mars, stóð kirkjan að fjölskyldusamveru í Vopnafjarðarkirkju. Það er ávallt stuð á stundum sem þessum þar sem þáttur ungviðisins er ríkjandi, gleði og gáski – og þá er presturinn Stefán Már í essinu sínu. Sungnir eru sálmar úr sálmabók barnanna og þá söngva kunna krakkarnir upp á 10. Stór hluti aðstandenda þeirra eru engir eftirbátar og ómaði söngurinn stafna á milli. Uppbygging samverustundarinnar er á þann veg að presturinn segir sögur af Jesú hafandi til handar ýmsa muni sem tengjast dæmisögunum, svo sem baðstykki og skál, þyrnikórónu, kross og nagla o. fl. Sannarlega upplýsandi fyrir okkur öll. Milli þess sem sögur voru sagðar var sungið af hjartans list auk þess sem brúðuleikrit var í boði og fóru leikendur á kostum í flutningi sínum.

30.03 2015 - Mánudagur

Selárlaug er lokuð í dag

Selárlaug verður lokuð í dag, mánudaginn 30. mars, þar eð brunndælan er biluð og laugin þar með köld. Unnið er að viðgerð og stefnt að opnun á morgun skv. auglýstri opnun, milli kl. 10:00-12:00.

Er fólk beðið að virða þessa lokun.

Páskaopnun er að finna hér fyrir aftan.

Veðrið núna

Lítils háttar snjókoma

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
-4,2 °C
Vindur:
3 m/s
Vindátt:
VNVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir