20.01 2017 - Föstudagur

Bóndadagur – þorri genginn í garð

Í dag er fyrsti dagur þorra, bóndadagur. Dagur allra karlmanna og er á sinn hátt stórmerkur því ekki hafa karlmenn annan dag sérmerktan. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu er þorrinn fjórði mánuður vetrar og hefst sem fyrr greinir á bóndadegi á föstudegi í 13. viku vetrar. Daginn getur borið upp á bilinu 19. – 26. janúar og stendur uppá þann 20asta að þessu sinni. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá góa við.

18.01 2017 - Miðvikudagur

Nýársmót Völsungs í blaki

Vopnfirðingum mun vera það vel kunnugt að blakíþróttin hefur notið vaxandi vinsælda í sveitarfélaginu. Heiðurinn af því eiga stúlkurnar í Fjöðrunum en sá hópur er í góðum tengslum við Einherja. Nú eru um 30 konur sem æfa blak tvisvar í viku í tveimur hópum. Á 6 ára tímabili hafa lið frá Fjöðrunum haldið til keppni víðs vegar ítekrað, í nóvember sem dæmi kepptu 2 flokkar í krakkablaki og komu heim með verðlaun. Sem ávallt hafa vopnfirskir keppendur verið sér og liði sínu til sóma. Næst í tíma er mót haldið var á Húsavík og þangað fjölmenntu Fjaðrirnar, á Nýársmót Völsungs haldið í janúarbyrjun.

16.01 2017 - Mánudagur

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins kynnt

Sveitarstjóri boðaði til almenns fundar um fjáhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2017 í félagsheimilinu Miklagarði sl. fimmtudagskvöld. Á sama tíma háði Ísland baráttu á HM í handknattleik gegn Spáni og hefur án alls efa haft áhrif á mætingu enda þjóðin áhugasöm um íþróttina og stendur þétt að baki strákunum sínum. Þeir sem mættu fengu nánari upplýsingar um stöðu sveitarfélagsins og þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu. Var um helstu lykiltölur fjárhagsáætlunarinnar fjallað hér þann 09. janúar sl. en hún var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 08. desember sl.

13.01 2017 - Föstudagur

Vilja fækka sveitarfélögum í níu

Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að sveitarfélögum á Íslandi verði fækkað úr 74 í 9 og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þjóðarinnar frá útkomu skýrslunnar í vetur. Í skýrslu efnahagssviðs samtakanna er sameiningarleiðin talin vera besti kosturinn til hagræðingar rekstrar en sem kunnugt er standa sum sveitarfélög illa. Sameingin muni skapa svigrúm fyrir að færa fleiri stór verkefni frá ríki tils sveitarfélaga. Á því leikur ekki vafi að um róttækar tillögur að ræða, fækkun sveitarfélaga úr 74 í 9 er áttföld fækkun en nú eru 41 sveitarfélag með færri en 1.000 íbúa og sex með færri en 100. Breytinga er þörf þótt þessi tillaga teljist rótæk.

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
-0,6 °C
Vindur:
2 m/s
Vindátt:
SV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir