19.09 2014 - Föstudagur

SSA þingar á Vopnafirði

Samband sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, heldur 48. aðalfund sinn á Vopnafirði í dag og á morgun, er Vopnafjarðarskóli vettvangur viðburðarins. Dagskráin er með hefðbundnum hætti en eins og ávallt er liggja fyrir fundinum mál til afgreiðslu auk þess sem þingið munu heiðra með nærveru sinni þingmenn og ráðherrar. Dags daglega verða íbúar Austurlands lítt varir við samtökin en starfsmenn sveitarfélaganna og Austurbrúar eiga á hinn bóginn með sér margvíslegt samstarf, sem hefur fremur aukist á síðari árum og vilji til að framhald verði á. Þinghaldið er samstarfsverkefni SSA/Austurbrúar og hlutaðeigandi sveitarfélags en á þinginu á liðnu hausti bauð Þorsteinn Steinsson, þáverandi sveitarstjóri, Vopnafjörð sem vettvang næsta aðalfundar. Stundin er upprunnin og í gær kom stjórn SSA saman til vinnu sinnar í aðdraganda aðalfundar.

18.09 2014 - Fimmtudagur

Vaxtarsamningur Austurlands auglýsir eftir umsóknum

Austurbrú heldur utan um VAXA, Vaxtasamning Austurlands, sem hefur það að meginmarkmiði að efla Austurland sem eftirsóttan valkost til búsetu. Nú auglýsir Austurbrú eftir umsóknum í VAXA samanber eftirfarandi fréttatilkynningu:

Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2014 og umsóknir skilist rafrænt til Vaxtarsamnings Austurlands, vaxa@austurbru.is. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu Vaxtarsamningsins, www.austurbru.is, og eru umsækjendur einnig hvattir til að kynna sér samninginn og viðauka hans á sömu heimasíðu, en úthlutun fer fram skv. ákvæðum samningsins frá 2010-2013 og viðaukum.

18.09 2014 - Fimmtudagur

Selárlaug lokuð næstu 2 daga

Selárlaug lokuð næstu 2 daga

Selárlaug verður lokuð gestum föstudaginn 19. og laugardaginn 20. september n. k. af ástæðum sem ekki verður við ráðið. Er fólk vinsamlegast beðið um að virða ákvörðunina.

-Sundlaugarstjóri

17.09 2014 - Miðvikudagur

Fjölskyldumessa – kirkjustarfið hafið

Kirkjustarfið hófst síðastliðinn sunnudag með fjölskyldumessu í Vopnafjarðarkirkju með þátttöku barna, einkum fermingarbarna 2015 og 2016 en þau eru að nokkru samhliða í fermingarfræðslu vetrarins. Venju samkvæmt fékk Stefán Már unga aðstoðarmenn sér til fulltingis í upphafi messugjörðar við tendrun á voldugum kertum kirkjunnar. Yfirbragð fjölskyldumessa er að nokkru í anda léttmessu án þess að horfið sé frá gildum guðsþjónustunnar. Í fullu samræmi við léttleikann lét Stefán Már þess getið í upphafi messunnar að fólk gæti snúið messuskránni við úr því að hann hafði ljósritað hana á hvolfi en í Hafnarfirði yrði annar háttur hafður á! Svona í anda í s. k. Hafnarfjarðarbrandara og er græskulaust gaman.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 00:00
Hitastig:
4,4 °C
Vindur:
2 m/s
Vindátt:
SSVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir