04.03 2015 - Miðvikudagur

Framhaldsnám í heimabyggð

Í liðinni viku barst í hús á Vopnafirði flygildi er varðar framhaldsnám á Vopnafirði frá og með haustið 2015. Áttu ráðamenn sveitarfélagsins fund með fulltrúum framhaldsdeildarinnar á Þórshöfn í gær en góð reynsla er af deildinni sem hefur verið í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum frá upphafi. Vopnfirðingar horfa í aðra átt, til suðurs. Í kynningarbréfinu segir að frá og með haustinu 2015 býðst nemendum á Vopnafirði tækifæri til að stunda framhaldsnám við Menntaskólann á Egilsstöðum í heimabyggð og sækja kennslustundir í sérútbúnar kennslustofur framhaldsdeildarinnar á Vopnafirði – sem enn á eftir að finna stað. Fjarnemar við ME munu aukinheldur geta nýtt sér námsaðstöðuna.

04.03 2015 - Miðvikudagur

Selárlaug opin

Selárlaug verður opin í dag samkvæmt auglýstri opnun, milli kl. 10:00 - 12:00, og áfram næstu daga.

03.03 2015 - Þriðjudagur

Brekkubær vann Lífshlaupið

Starfsmenn leikskólans Brekkubæjar tóku verkefnið Lífshlaupið, landskeppni í hreyfingu, alvarlega þannig að þær unnu sigur í keppni vinnustaða með milli 10-29 starfsmenn en samtals voru 128 vinnustaðir skráðir til keppni í þessum flokki. Meðal þeirra Vopnfjarðarskóli, sem einnig tók verkefnið af fullri alvöru og hafnaði í 21. sæti. Annars eru ekki færri en 7 leikskólar meðal 20 efstu svo þar er augljós vitundarvakning meðal starfsmanna um gildi skipulagðrar hreyfingar en það er einmitt á henni sem keppnin byggist. Nú er það allra hlutaðeigandi að halda áfram, láta febrúarmánuð verða fyrirmynd annarra mánaða og slá hvergi slöku við þó hreyfingin verði eigi skráð á vegg lengur. Er full ástæða til að óska okkar fólki hjartanlega til hamingju með frammistöðuna, einkum hljótum við að horfa með velþóknun til frammistöðu leikskólakvenna.

02.03 2015 - Mánudagur

Tónkvíslin 2015 - vopnfirskur sigur

Söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum, Tónkvíslin, fór fram með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld að viðstöddu fjölmenni. Ánægjulegt er frá því að greina að sigurvegari í keppni framhaldsskólans og þar með fulltrúa hans í Söngkeppni framhaldsskólanna er Gabríela Sól Magnúsdóttir frá Vopnafirði. Söng Gabríela lag Adele, Skyfall, og þótti bera af í annars frábærri keppni. Aðrir fulltrúar Vopnafjarðar, Ágústa Skúladóttir og Bryndís Gísladóttir, stóðu sig einnig með mikilli prýði en auk þeirra söng Daníel Smári Magnússon í upphafsatriði sönghátíðarinnar sem einn fyrri sigurvegara Tónkvíslar. Þátttaka Vopnfirðinga einskorðast sannarlega ekki við söngvara því í húsbandinu, sem lék hvert lagið af hjartans list, er Logi Helgason trommuleikari og að framkvæmdinni koma þeir margir en um Tómas Guðjónsson leiddi einmitt nemendafélagið um 2ja ára skeið. Svo ber þess að geta að vopnfirsk fyrirtæki eru meðal bakhjarla Tónkvíslar ár eftir ár.

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 21:00
Hitastig:
0,8 °C
Vindur:
13 m/s
Vindátt:
STungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir