27.05 2015 - Miðvikudagur

Knattspyrnusumarið 2015, meistaraflokkar Einherja

Ungmennafélagið Einherji stendur í stórræðum í sumar því félagið sendir til keppni lið í meistaraflokki karla og kvenna. Hefur vakið athygli hversu hátt hlutfall heimamanna leikur með mfl. karla en í fyrsta leiknum í sumar voru 8 af 11 leikmönnum heimamenn og 2 af 3 varamönnum auk heldur. Meistaraflokkur kvenna tekur þátt í Íslandsmótinu í fyrsta sinn í áratug og er farið af stað með hófstilltar væntingar. Með hverjum leik öðlast stúlkurnar aukna reynslu en eðlilega eiga þær margt ólært, sumar hafa varla nokkra reynslu af 11 manna knattspyrnu. Líkt og karlamegin er bróðurpartur liðsins uppvaxinn á Vopnafirði. Í fyrsta leik liðsins, sem leikinn var í brunakulda á Húsavík sl. fimmtudag, var augljóst að mikill var munurinn á leikmönnum liða, annað með reynslumikið lið - sumir hverjir stórgóðir - meðan hitt var að feta sín fyrstu skref í þessu samhengi. Ljóst er að framundan er afar spennandi sumar fyrir knattspyrnuunnendur og holla fylgismenn Einherja.

26.05 2015 - Þriðjudagur

Venus NS 150 – móttaka og nafngift

Á morgun, miðvikudaginn 27. maí, verður formleg móttaka á hinu glæsilega fley HB Granda, Venusi NS 150, sem hefur heimafesti á Vopnafirði. Hefst móttökuathöfnin kl. 15:30 og í framhaldi af henni býðst íbúum sveitarfélagsins – og öðrum sem hér verða – að skoða skipið. Er dagskrá dreift í hvert hús sveitarfélagsins í dag en allir eru velkomnir til athafnarinnar. Á fimmudag verður myndafjöld að finna á heimasíðu Vopnafjarðar af þessu mikla skipi ásamt upplýsingum um það.

22.05 2015 - Föstudagur

Austurbrú: Búist við betri afkomu árið 2015

Rekstrartekjur Austurbrúar árið 2014 voru 346 milljónir króna en rekstrartap ársins 54 milljónir króna og neikvætt eigið fé í árslok 85 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Austurbrúar sem kynntur var á ársfundi Austurbrúar sem haldinn var á Eskifirði sl. þriðjudag svo sem greint er frá á heimasíðu Austurbrúar, www.austurbru.is

22.05 2015 - Föstudagur

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag

Sunnudaginn 24. maí næstkomandi, hvítasunnudag, kl. 14:00 verður hátíðarguðsþjónusta í Vopnafjarðarkirkju. Eftir stundina er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.


Eru íbúar hvattir til að koma til kirkju og eiga góða stund á hátíðardegi í kirkjunni.

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
8,2 °C
Vindur:
8 m/s
Vindátt:
NNATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir