26.11 2014 - Miðvikudagur

Eingáttastefna stjórnvalda skaðar Ísland - millilandaflug um aðra flugvelli landsins

Eftirfarandi yfirlýsing var að fara á fjölmiðla frá 10 hagsmunasamtökum á landsbyggðunum, frá Vestfjörðum til Austfjarða.

Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hefur náð þolmörkum. Um þetta eru flestir sammála og því er brýnt að leita lausna til framtíðar. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum hafa tekið höndum saman við að berjast fyrir annarri gátt inn í landið.

25.11 2014 - Þriðjudagur

Að gefnu tilefni

Sundlaugarvörður Selárlaugar bað tíðindamann að koma því á framfæri að laugin er lokuð nema á auglýstum opnunartímum, mánudaga t. o. m. föstudaga milli kl. 10:00 – 12:00, laugar- og sunnudaga milli kl. 12:00 – 16:00. Er að gefnu tilefni vakin athygli hér á.

24.11 2014 - Mánudagur

Varamannaskýlum komið í skjól

Síðastliðinn föstudag var varamannaskýlum nýja vallarins komið í skjól í porti áhaldahúss sveitarfélagsins en ólíkt gömlu skýlunum, sem eru kyrfilega jarðföst, eru þau nýju færanleg og gekk vel að koma þeim af steinsteyptri plötunni. Ástæða þess að skýlin myndarlegu voru færð af stað sínum og í port áhaldahússins er að þau eru ansi illa varin fyrir verstu veðrum stakstæð í opnu umhverfinu. Nú má vel vera að þau myndu þola allar hviður vopnfirsks vetrar en frekar skyldu þau njóta vafans og eru þar til að vorar á ný prýðilega staðsett þar sem þau er nú að finna.

22.11 2014 - Laugardagur

Karna Sigurðardóttir er handhafi Hönnunarverðlauna Íslands 2014

Karna Sigurðardóttir, sú hin sama og vinnur ásamt Sebastian Ziegler að gerð heimildarmyndar um Vopnafjörð og hlaut 4.5 milljón króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands fyrir árið 2015, er ásamt Pete Collard handhafi Hönnunarverðlauna Íslands fyrir verkið „Austurlands Designs from Nowhere“. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikshúsins í fyrradag og fengu sigurvegararnir peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 kr. Eru Körnu færðar innilegar kveðjur á þessum vettvangi en ung að árum hleður hún á sig viðurkenningum og vakti framlag þeirra Sebastians mikla athygli á Nordisk Forum í Malmö í sumar. Má staðhæfa að Vopnafjörður sé í góðum höndum og svo það sé nú sagt einu sinni enn mun heimildarmyndin verða stærsta einstaka kynning Vopnafjarðar fyrr og síðar.

Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
0,4 °C
Vindur:
4 m/s
Vindátt:
SSVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir