22.05 2015 - Föstudagur

Austurbrú: Búist við betri afkomu árið 2015

Rekstrartekjur Austurbrúar árið 2014 voru 346 milljónir króna en rekstrartap ársins 54 milljónir króna og neikvætt eigið fé í árslok 85 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Austurbrúar sem kynntur var á ársfundi Austurbrúar sem haldinn var á Eskifirði sl. þriðjudag svo sem greint er frá á heimasíðu Austurbrúar, www.austurbru.is

22.05 2015 - Föstudagur

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag

Sunnudaginn 24. maí næstkomandi, hvítasunnudag, kl. 14:00 verður hátíðarguðsþjónusta í Vopnafjarðarkirkju. Eftir stundina er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.


Eru íbúar hvattir til að koma til kirkju og eiga góða stund á hátíðardegi í kirkjunni.

21.05 2015 - Fimmtudagur

Venus NS til heimahafnar á mánudag – Faxi og Ingunn seld

Hið stórglæsilega uppsjávareiðiskip HB Granda hf., Venus NS 150, kemur til Íslands annan dag hvítasunnu, til Vopnafjarðar vel að merkja, skv. heimasíðu félagsins, www.hbgrandi.is. Laust fyrir hádegi gærdagsins var skipið statt útaf norðvesturodda Portúgals. Hefur heimsiglingin frá Tyrklandi, hvar það var smíðað, gengið að óskum þrátt fyrir að hafa reynt bræluveður og mun vera von á skipinu til heimahafnar á Vopnafirði nk. mánudag. Formleg móttaka og nafngjöf verður miðvikudaginn 27. maí nk. með þátttöku mýmargra gesta frá Reykjavík auk heimamanna.

20.05 2015 - Miðvikudagur

Enn af Selárlaug

Svo frá hefur verið greint er Selárlaug lokuð í dag vegna námskeiðssóknar sundlaugarvarða. Á morgun, föstudag og út næstu viku, þ. e. 26. t. o. m. 29. maí, er laugin opin almenningi milli kl. 10:30 – 12:30. Eftir helgina 30.-31. maí taka við framkvæmdir við sundlaugina og sumaropnun, hver er virka daga og helgar hin sama, milli kl. 10:00 til kl. 20:00, í framhaldi af þeim. Verður auglýst nánar þegar þar að kemur.

Er athygli vakin hér á.

-Íþróttafulltrúi

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 06:00
Hitastig:
5,1 °C
Vindur:
3 m/s
Vindátt:
SSVTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir