26.09 2016 - Mánudagur

Staða löggæslumála til umræðu

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps var tekið fyrir tölvubréf Hjartar Davíðssonar lögreglumanns en í bréfinu lýsir Hjörtur stöðu löggæslumála á norðausturhorni landsins. Í bréfinu kemur fram að á svæðinu Raufarhöfn – Vopnafjörður eru starfandi í augnablikinu tveir lögreglumenn. Vart þarf að taka það fram að slíkt ástand getur ekki ríkt til lengdar. Er ástandið ekki undantekning heldur fremur regla. Þannig hefur yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sent lögreglunni á Norðurlandi vestra bréf um stöðu löggæslumála í Húnaþingi vestra í hverju hann lýsir stórum áhyggjum af mönnun lögreglu í sveitarfélaginu. Á fundi bæjarráðs Árborgar 07. apríl sl. mættu yfirmenn lögreglunnar á Suðurlandi og sögðu 200 milljónir vanta til embættisins. Svo mætti halda áfram, ástandið er alvarlegt.

23.09 2016 - Föstudagur

Skýrsla starfshóps um auknar tekjur af ferðamönnum

Ferðamannastraumurinn hefur síðustu ár vaxið um 20 til 25 prósent á ári og mun gera það líka á þessu ári. Allt bendir til að sama gerist á næsta ári og þá verði fjöldi ferðamanna yfir tvær milljónir. Ekki verður séð að draga muni úr fjölguninni á næstu árum, fólk innan ferðaþjónustunnar spáir áframhaldandi vexti næstu árin. Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Icelandair, sagði nýverið að landsmenn skyldu búa sig undir að hingað kæmu þrjár til fimm milljónir ferðamanna! Ef reiknað er áfram með sama vexti og undanfarin ár myndu ferðamennirnir fara yfir þrjár milljónir árið 2020 og yfir fimm milljónir árið 2022.

22.09 2016 - Fimmtudagur

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Í dag og á morgun, 22. og 23. september, er fjármálaráðstefna sveitarfélaga haldin á Hilton hótelinu í Reykjavík. Fyrir flest okkar er ráðstefna sem þessi ein margra sem haldin er án hlutdeildar okkar en þær skipta hundruðum ráðstefnunar sem haldnar eru í höfuðborginni ár hvert. Þessi er að því leyti ólík þeim flestum að hún varðar íbúa landsins hvar sem þeir búa en sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Sveitarfélögin eru svæðisbundnar stjórnsýslueiningar sem sjá um ýmsa þjónustu við íbúa sína á borð við sorphirðu, almenningssamgöngur, rekstur grunnskóla og leikskóla, félagslega aðstoð, þjónustu við fatlað fólk og aldraða o.s.frv.

21.09 2016 - Miðvikudagur

Ólafur Áki í viðtali við Austurgluggann

Ólafur Áki sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps er í viðtali í síðasta tölublaði Austurgluggans og ber fréttin heitið „Á hvaða leið er gamla Austurlandskjördæmi?“ Fyrir þingi SSA haldið dagana 07. og 08. október nk. liggja fyrir tillögur sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps að málefnaumræðu sem varðar m.a. ofangreinda spurningu auk flutnings opinberra starfa úr fjórðungnum og stöðu hjúkrunarheimila. Í viðtalinu, sem Gunnar Gunnarsson blaðamaður tók við Ólaf Áka, segir hann fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála, það væri staðreynd að störf í stjórnsýslunni hyrfu úr fjórðungnum – og þá einkum til Akureyrar.

Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
8,4 °C
Vindur:
4 m/s
Vindátt:
SSV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir