27.01 2015 - Þriðjudagur

Óboðnir gestir Selárlaugar

Opnunartími Selárlaugar er ekki langur dag hvern en hann ber að virða. Ólafur Björgvin sundlaugarvörður kom að máli við tíðindamann í morgun og kvað brögð vera að fólk virði ekki gildandi reglur. Eftirlitsmyndavélarnar hafa vissulega haft áhrif en ekki meiri en svo að enn er laugin heimsótt utan auglýstan opnunartíma. Það er einfaldlega brot á settum reglum og þarf að linna. Tók sundlaugarvörðurinn Ólafur fram að umgengnin væri betri en áður án þess að það réttlætti gjörninginn. Myndavélarnar skila hlutverki sínu að því leyti að þeir sem í laugina fara sjást á mynd.

26.01 2015 - Mánudagur

Fundað um framhaldsdeild á Vopnafirði

Fyrirhuguðum fundi um framhaldsskóladeild á Vopnafirði, sem fyrirhugaður var í sl. viku er kominn á dagskrá að nýju og er á morgun, sbr. meðfylgjandi tilkinningu:

Á morgun,  þriðjudaginn 27. janúar kl. 17:00, verður fundur í Vopnafjarðarskóla vegna fyrirhugaðrar framhaldsskóladeildar á Vopnafirði. Á fundinn mæta skólastjórnendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands. Einnig verður kynning á deildinni á Þórshöfn. Mjög mikilvægt er að sem flestir mæti, sérstaklega mikilvægt að nemendur og foreldrar í 8.-10. bekk mæti og kynni sér málið.26.01 2015 - Mánudagur

Þorrablót Vopnfirðinga stórgóð skemmtun

Þorrablót Vopnfirðinga er að baki. Sú staðreynd er bæði ánægjuleg og sorgleg; ánægjuleg fyrir þær sakir að veturinn líður áfram, sorgleg að einn af hápunktum ársins er liðinn. Tíðindamaður er í hópi þeirra sem lætur þorrablót aldrei framhjá sér fara, að þessu sinni var hann beinn þátttakandi með þeirri ósviknu ánægju sem þátttökunni fylgir að vinna með hópi góðs fólks. Rifjaðist upp samstarfið 10 árum áður, þá naut skrifari samstarfsins í hvívetna – og minnist þess enn. Samanburðurinn yrði því alltaf vandasamur. Áhyggjur voru á hinn bóginn með öllu óþarfar því þó nýi samstarfshópurinn væri í eðli sínu ólíkur var hann samt svo líkur því samstarfið var eins gott og hægt var að hugsa sér. Að vera dómari í eigin sök er ekki létt en eins vel og í skemmtunina var tekið þykist tíðindamaður geta endurtekið texta sl. árs, þegar boðið var upp á afburðagott blót í félagsheimili sveitarfélagsins:

23.01 2015 - Föstudagur

Bóndadagur er í dag – þorri byrjar

Í dag er fyrsti dagur þorra, bóndadagur, dagur allra karlmanna og er á sinn hátt stórmerkur því ekki hafa karlmenn annan dag sérmerktan. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu er þorrinn, sem er fjórði mánuður vetrar og hefst sem fyrr greinir á bóndadegi á föstudegi í 13. viku vetrar, sem getur verið á bilinu 19. – 26. janúar - stendur uppá 23ja að þessu sinni. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá góa við.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 06:00
Hitastig:
1,5 °C
Vindur:
18 m/s
Vindátt:
NNATungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir