16.08 2017 - Miðvikudagur

Unnið að gólefnaskiptum í íþróttahúsinu

Allt á sér upphaf og endi. Það á til að mynda við um gólf íþróttahússins sem eins og önnur gengur úr sér. Eftir 30 ára trausta þjónustu hefur gólfdúknum verið flett af steinsteyptri plötunni og á fáeinum dögum er eins og það hafi aldrei verið til. Sigurvin gröfukall skóf það mesta af og hefði liðsmenn áhaldahúss sér til aðstoðar. Gamalt kveður og nýtt efni tekur við.

Vakin er athygli á að húsið er öllum lokað föstudaginn 18. ágúst nk. og gæti komið til frekari lokunar í tengslum við framkvæmdirnar.

14.08 2017 - Mánudagur

Kosið verður um prest í Hofsprestakalli

Biskupsstofa hefur staðfest að almenn prestskosning verði um nýjan sóknarprest í Hofsprestakalli sem nær yfir Hofs-, Skeggjastaða- og Vopnafjarðarsóknir. Ekki hefur er enn ljóst hvenær verður kosið en nýr prestur á að taka við um miðjan október. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk.

Aðspurður um málið sagði sóknarnefndarformaðurinn Ólafur Björgvin Valgeirsson að biskup hafi gefið út tilskipun um að kosið verði og í embættið verði skipað þann 15. október nk. Er presturinn ráðinn til 5 ára.

31.07 2017 - Mánudagur

Hreppsskrifstofan lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með þriðjudaginn 01. ágúst nk. til og með sunnudaginn 13. Skrifstofan opnar að nýju mánudaginn 14. ágúst kl. 10:00.

28.07 2017 - Föstudagur

Framkvæmdir á lóð Brekkubæjar

Þegar farið er um Lónabraut leynir sér ekki að framkvæmdir standa yfir á lóð leikskólans Brekkubæjar og mun ásýnd hennar breytast mikið að þeim loknum. Raunar má greina breytingarnar nú þegar en samkvæmt hönnun Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekt er gert ráð fyrir stígum sem gefa ungum nemendunum tækifæri til leikja sem ekki bauðst áður. Hefur hönnuðurinn tekið mið af formi lands og ganga stígarnir þvert á halla þess en svo sem hjálögð grunnmynd sýnir verður hringtorg norðan skólans. Leikur ekki vafi á að framkvæmdin verður öllum hlutaðeigandi til gleði og ánægju um leið og umhverfið er endurskapað með smekklegum hætti.

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
9,6 °C
Vindur:
8 m/s
Vindátt:
N
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir