09.10 2015 - Föstudagur

Vinavikan hefst á morgun

Vinavikan á morgun, laugardaginn 10. október að telja en sunnudagur markar jú fyrsta dag viku hverrar svo Vinavikan teygir sig á milli vikna. Vinavikan hefur áunnið sér fastan sess í trúar-, félags- og menningarlífi Vopnafjarðar og verður ekki ofmælt hversu framúrskarandi hugmynd það var hjá Stefáni Má, sóknarpresti Vopnfirðinga, að koma vikunni á. Nú er Stefán Már horfinn á braut en alla tíð lagði hann áherslu á mikilvægi framlags ungmenna hverju sinni og eitt afsprengi Vinavikunnar, Matthildur Ósk, stýrir vikunni að þessu sinni. Hefur Vinavikan vakið landsathygli og á það vissulega skilið. Framundan er vika sem full ástæða er til að ætla að verði íbúum Vopnafjarðar ánægjuleg og eðlilegt til að biðla til fólks að taka eins virkan þátt og við verður komið, það er allra hagur.

Dagskrá Vinavikunnar liggur fyrir og hefur farið sem flygildi í hvert hús sveitarfélagsins og er fer hér á eftir.

08.10 2015 - Fimmtudagur

Miðbærinn enn á dagskrá

Þann 25. september birtust nokkrar myndir af miðbæjarframkvæmdum og frá því greint að þessa dagana vinni starfsmenn áhaldahúss með tilstyrk frá Mælifelli við fegrun miðbæjarins. Óhikað má staðhæfa að litli miðbær Vopnafjarðar hefur tekið miklum jákvæðum breytingum samfara vinnuframlagi nefndra starfsmanna sem byggja á hönnun Halldórs Jóhannssonar. Felst vinnan í hellu- og þökulögn en verið er m.a. ljúka því verki sem hófst fyrir nokkrum árum á grasflötinni og nýlögn með hafnargarðinum ofan Framtíðarvíkur, að og umhverfis minnisvarðann um drukknaða sjómenn. Í gær var hringnum lokað er götuhorn Hafnarbyggðar og Kolbeinsgötu var frágengið.

06.10 2015 - Þriðjudagur

Sútunarnámskeið á Vopnafirði

Um liðna helgi var sútunarnámskeið á Vopnafirði undir handleiðslu Lene Zakariasen, sem kom frá Hjalteyri og kenndi grunnsútun lambagæru. Sútun skinna er ein elsta iðngrein í heimi og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi voru margar sútunarstöðvar starfræktar um miðbik síðustu aldar en nú stendur ein eftir og hana er finna á Sauðárkróki.

05.10 2015 - Mánudagur

Íshafsafurðir til umræðu í Kaupvangi

Austurbrú í samvinnu við Handverk og hönnun, Þekkingarnet Þingeyinga og Vopnafjarðarhrepp stendur fyrir málstofu nk. miðvikudag um stöðu handverks á svæðinu og möguleika til að þróa söluvæna gæðavöru úr héraði. Spurt er: Hvað er handverk? Hvað er föndur? Hvað er listhandverk? Hvað er hönnun? Hvernig metum við gæðahandverk og hvernig verður góð söluvara til? Er málstofan á miðvikudaginn 07. október í Kaupvangi sem fyrr greinir og hefst kl. 19:30 og er áætlað að standi til kl. 22 undir titlinum Þróun Íshafshandverk.

Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
6,7 °C
Vindur:
7 m/s
Vindátt:
STungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir