20.10 2014 - Mánudagur

RKÍ eldaði fyrir Ísland

Rauði krossinn á Íslandi stóð fyrir landsæfingu í gær, sunnudaginn 19. október, milli klukkan 11-15, og bauð að því tilefni þjóðinni jafnframt í mat. Alls voru 48 fjöldahjálparstöðvar opnar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins stóðu vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Klúbbur matreiðslumeistara lagði Rauða krossinum lið á landsæfingunni með því að reiða fram þjóðarréttinn, íslenska kjötsúpu. Íslendingar hafa um langt árabil skilið gildi þess að styðja svo sem kostur er við starfsemi RKÍ og í Vopnafjarðarskóla mætti fólk til að sýna hug sinn til stofnunarinnar og að sjálfsögðu til að bragða á þjóðarréttinum góða sem aldrei svíkur bragðlaukana.

17.10 2014 - Föstudagur

Ferðamönnum til Íslands fjölgar stöðugt

Um 88 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 15.100 fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 20,6% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í september frá því mælingar hófust. Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. Ferðaþjónustan er nú sú atvinnugrein sem skilar þjóðarbúinu mestum gjaldeyristekjum. Þótt ferðamenn sem hingað koma séu einungis brotabrot ferðamanna er árlega ferðast um jarðarkringluna, ca. 0.07% af liðlega 1000 milljónum, er fjöldinn að nálgast þrisvar sinnum íbúafjölda Íslands. Það jafngildir að til Kína kæmu um 4200 milljónir árlega, sem er auðvitað útilokað en sýnir engu að síður að hlutfall ferðamanna miðað við íbúa eylandsins eru hátt. Árlega koma til Kína um 60 milljónir ferðamanna. Á einungis 12 árum hefur ferðamönnum í september fjölgað nærri þrefalt, axlir ferðatímabilsins eru að breikka.

15.10 2014 - Miðvikudagur

Fjárfest fyrir 14 milljarða

HB Grandi mun að öllum líkindum fá fimm ný skip afhent á næstu þremur árum. Skipin fimm kosta alls um 14 milljarða króna. Um er að ræða eina mestu fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi um áratugaskeið. Frá þessu hefur verið greint á þessum vettvangi en nú er tekið að hylla undir að eitt þessara skipa verði sjósett, Venus NS 150 hefur tekið á sig mynd í skipasmíðastöðunni í Celiktrans skipasmíðastöðunni í Tyrklandi. Með nýju uppsjávarskipunum tveimur verða augljóslega breytingar á rekstri HB Granda, skipin verða tvö í stað 3ja nú. Þetta þýðir þó alls ekki að félagið sé að draga úr vinnslu heldur felst í nýsmíðinni hagræðing á resktri skipakostsins en nýju skipin eru umtalsvert stærri en núverandi skip. Með smíði ísfisktogaranna þriggja, sem kosta um 7 milljarðar líkt og uppsjávarskipin tvö, er ljóst að HB Grandi tekur skrefið frá frystitogarútgerð sinni, aflanum verður komið að landi og fiskurinn unninn þar.

15.10 2014 - Miðvikudagur

Selárlaug lokuð á morgun, fimmtudag

Frá Selárlaug:

Selárlaug verður lokuð á morgun, fimmtudaginn 16. október, allan daginn en opin eftir það samkvæmt auglýstri opnun; virka daga milli kl. 10:00-12:00 og um helgar milli kl. 12:00-16:00.

Er fólk beðið að virða þessa opnun - og lokun.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 03:00
Hitastig:
-1,1 °C
Vindur:
11 m/s
Vindátt:
STungumál


Skipta um leturstærð


Leitvopnafjörður.is
Velkomin á opinberan vef Vopnafjarðar.
Komdu við og kynnstu fjölbreyttri náttúru og lifandi sögu.

Flýtileiðir