Gisting

Gisting við allra hæfi er í boði í Vopna­firði, í sveit og í bæ.

Ásbrandsstaðir#asbrandsstadir

Á korti
Opið allt árið

Ásbrands­staðir eru utar­lega, norðan megin í Hofs­árdal, um 7 km. frá kaup­túninu á Vopna­firði. Ef farið er um hring­veginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturárdal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofs­árdal. Ef farið er um Hell­is­heiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920.

Tvö sumarhús eru á Ásbrands­stöðum en í öðru sumar­húsinu er gisti­að­staða fyrir allt að sex manns. Þar er góð eldhús- og snyrti­að­staða. Þvottavél með þurrkara er í stærra  í húsinu og einnig er þvottavél í aðstöðu­húsi og snúrur bæði inni og úti. Einnig er sólpallur með grill­að­stöðu og fallegu útsýni. Í minna húsinu er svefn­að­staða fyrir tvo til þrjá og baðher­bergi. Einnig hafa gestir aðgang að aðstöðu­húsi á tjald­svæði. Heimag­isting er einnig í boði á bænum.

Tjald­svæði er á Ásbrands­stöðum. Tjald­svæði fyrir alla, rafmagns­staurar fyrir húsbíla og tjald­vagna.  Í aðstöðu­húsi er eldun­ar­að­staða, ísskápur, salernis- og sturtu­að­staða, þvotta­véla- og þurrk­aðstaða bæði úti og inni.  Á tjald­svæðinu eru leik­tæki fyrir börn. Golf­völlur er skammt frá og stendur gestum til boða að leigja golf­sett hjá okkur.  Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krön­unum.

Á Ásbrands­stöðum er safna­safnið Glað­heimar, sem er meðal annars tileinkað Runólfi Guðmunds­syni, (1898-1989), land­pósti og versl­un­ar­manni. Safnið er opið eftir samkomu­lagi.

Gest­gjafar: Erla, Haraldur, Jón og Guðný Alma
Heim­il­is­fang: Ásbrands­staðir
Sími: 473 1459 eða 853 0966
Netfang: jon_haralds@hotmail.co.uk
Face­book-síða

Hauksstaðir#hauksstadir

Á korti
Opið á sumrin (og samkvæmt samkomu­lagi)

Hauks­staðir eru innsti bær í Vesturárdal, 21 km frá kaup­túninu í Vopna­firði, við veg nr. 85.

Í húsinu er gist­i­rými fyrir allt að 8 manns. Tvö svefn­her­bergi eru í húsinu, annað með hjóna­rúmi og hitt með koju og stöku rúmi. Einnig má sofa í stof­unni.

Í húsinu er allur grunn­bún­aður.

Gest­gjafi: Frið­björn Haukur
Heim­il­is­fang: Hauks­staðir
Sími: 473 1469, eða 868 4169
Netfang: hauksst@simnet.is

Hótel Tangi#hotel-tangi

Á korti
Opið allt árið

Hótel Tangi er í þétt­býlinu og stendur við Hafn­ar­byggð. Á hótelinu eru alls 17 herbergi. Annars vegar eru fjögur stór herbergi með baði og sjón­varpi. Hins vegar eru þrettán minni herbergi með hand­laug og sameig­in­legum snyrt­ingum.  Fjögur minni herbergj­anna eru með sjón­varpi. Heild­ar­fjöldi rúma á hótelinu eru þrjátíu og þrjú.

Gest­gjafar: Árný og Gísli
Heim­il­is­fang: Hafn­ar­byggð 17
Sími: 473 1203 eða 845 2269
Netfang: tangi­hotel@simnet.is 
Vefsíða
Face­book-síða

Síreksstaðir#sireksstadir

Á korti
Opið allt árið

Síreks­staðir eru í Sunnudal, litlum og frið­sælum dal inn af Hofs­árdal, um 20 km fyrir innan kauptún Vopna­fjarðar, fyrst um veg 917, þá um veg 919.

Sumar­húsin tvö eru með rúmgóðum og skjól­sælum palli mót sólinni í suðri. Þar er gasgrill og heitur pottur við annað húsið. Í hvoru húsi er eitt herbergi með þremur rúmum. Svefn­sófi og/eða aukarúm í dagstofu. Sjón­varp og útvarp eru í báðum húsum. Sængur og koddar fylgja.

Í gisti­húsinu Hvammi eru 7 tveggja manna herbergi og 1 þriggja manna. Hand­laug, kaffi­sett og hárþurrku er að finna á hverju herbergi. Sameig­inleg hrein­lætis­að­staða og setu­stofa með sjón­varpi er í miðrými.

Gest­gjafar: Karen Hlín og Sölvi Kristinn
Heim­il­is­fang: Síreks­staðir
Sími: 848 2174
Netfang: sirek@simnet.is
Vefsíða
Face­book-síða