16.03 2018 - Föstudagur

Sögulegt stund á sveitarstjórnarfundi

Frá því var greint í gær að fulltrúar í ungmennaráði Vopnafjarðar myndu sitja fund sveitarstjórnar, var heimsókn þeirra fyrsta mál á dagskrá fundarins. Stundin var söguleg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem ungmennaráð situr fund sveitarstjórnar en á útmánuðum síðastliðins árs var samþykkt í sveitarstjórn að ungmennaráð skyldi stofnsett. Kom ráðið saman til fyrsta fundar hinn 26. september sl. og hefur fundað þrisvar síðan að meðtöldum fundinum í gær. Og einn fund skal ráðið halda áður en vetur er úti svo sem bókað var á fundinum í gær.

15.03 2018 - Fimmtudagur

Ungmennaráð fundar með sveitarstjórn

Ungmennaráð Vopnafjarðar kom saman til fyrsta fundar þann 26. september sl. og hefur ráðið fundað 2var síðan en skv. samþykktum þess skal fundað a.m.k. tvisvar á ári auk fundar með sveitarstjórn. Hefur ungmennaráð sveitarfélagsins gert betur og komið saman til fundar þrisvar sem fyrr greinir og ungmennin hafa sýnt að þau hafa rödd sem vert er að hlýða á. Sem dæmi má nefna komu ungmennin með margskonar tillögur viðvíkjandi framtíðarskipulag íþróttasvæðisins og hönnuðir hafa tekið mið af í verkefnavinnu sinni. Í dag kl. 16 setjast fulltrúar í ungmennaráði á fund sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps og má gera ráð fyrir að verði öllum hlutaðeigandi gagnleg stund.

13.03 2018 - Þriðjudagur

Skoðanakönnun

Á fundi sveitarstjórnar þann 01. mars sl. lá til kynningar fundargerð samstarfsnefndar sveitarfélaga á Austurlandi dags. 16. febrúar sl. Fundargerðinni fylgjandi var skoðanakönnun sem samstarfsnefndin hyggst leggja fyrir íbúa sveitarfélaga á Austurlandi. Var á fundinum samhljóða samþykkt að leggja könnunina fyrir íbúa Vopnafjarðar. Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar var öllum íbúum 18 ára og eldri send könnunin með skilafrest til 23. mars nk. og gerir sveitarstjórn(ir) sér vonir um að svörunin verði góð.

09.03 2018 - Föstudagur

Karlakór Vopnafjarðar á söngmóti á Akureyri

Karlakór Vopnafjarðar tók þátt í söngmóti á Akureyri laugardaginn 24. febrúar sl. en allt frá árinu 2005 hefur Karlakór Akureyrar Geysir haldið mót þetta undir því skemmtilega heiti „Hæ! Tröllum á meðan við tórum“. Hafa yfirleitt 3 kórar sungið með þeim en að þessu sinni voru þeir 2, annars vegar okkar kór og hins vegar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Vann sá kór frækinn sigur í kórakeppni Stöðvar tvö í haust. Segir á heimasíðu Karlakórs Akureyrar Geysis að nafnið, „Hæ! Tröllum!“, tengist þeirri ímynd sem þetta fyrirbærinu, karlakór, er í huga margra og má til sanns vegar færa.

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 09:00
Hitastig:
3,0 °C
Vindur:
5 m/s
Vindátt:
SSV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir