15.05 2019 - Miðvikudagur

Gjaldtaka í íþróttahúsi

Íþróttahús – líkamsrækt

 

Frá og með 1. júní n.k. mun sú breyting verða að notendur líkamsræktarinnar þurfa að greiða fyrir notkun sína skv. gildandi gjaldskrá íþróttahússins.

10.05 2019 - Föstudagur

Plokkunardagur á Vopnafirði

Svokallaður plokkunardagur verður haldinn miðvikudaginn 15. maí frá kl. 16:30-19 þar sem íbúar og félagasamtök plokka í bænum og í kringum bæinn.

09.05 2019 - Fimmtudagur

Úthlutun bændadaga sveitarfélagsins í Hofsá

Dregið var úr innsendum umsóknum um bændadaga sveitarfélagsins í Hofsá á sveitarstjórnarfundi þann 9. maí. 

07.05 2019 - Þriðjudagur

Brennið þið vitar

FRÉTTATILKYNNING

BRENNIÐ ÞIÐ VITAR

TÓNLEIKAR KARLAKÓRSINS FÓSTBRÆÐRA Á VOPNAFIRÐI 

Karlakórinn Fóstbræður heldur í tónleikaferðalag til Norðausturlands dagana 24.-26.maí 2019.

Haldnir verða tvennir tónleikar og bera þeir yfirskriftina Brennið þið vitar en kórinn frumflutti það þekkta verk á Alþingishátíðinni 1930.

Fyrri tónleikarnir verða á Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði föstudagskvöldið 24.maí kl. 19.30. Karlakór Vopnafjarðar mun syngja með kórnum í nokkrum lögum.

Aðgangur er ókeypis á tónleikana.

Veðrið núna

Alskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 09:00
Hitastig:
6,0 °C
Vindur:
2 m/s
Vindátt:
N
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir