16.11 2017 - Fimmtudagur

50 ára afmæli skóla við Lónabraut

Á vefsíðu Vopnafjarðarskóla www.vopnaskoli.is er frá því greint að er skólastarfið brotið þessa dagana, miðvikudag til og með föstudag 15.-17. nóvember með þemavinnu. Tilefnið er að 50 ár eru síðan, þ.e. árið 1967, var skólastarfið fært frá fallega barnaskólanum við Kolbeinsgötu í  glæsilega byggingu við Lónabraut. Þá byggingu hannaði og teiknaði Sigvaldi Thordarson arkitekt frá Ljósalandi. Byggingin kallast nú gamli skóli til aðgreiningar frá nýbyggingu skólans sem tekin var í notkun árið 2000.

 

15.11 2017 - Miðvikudagur

Fjárhagur sveitarfélaga vænkast

Eftir mikla skuldsetningu sveitarfélaganna fyrir og eftir hrun hefur rekstur þeirra flestra farið batnandi m.a. fyrir hækkun á útsvarstekjum og fasteignaverðs. Bætt staða hefur síðan áhrif á tekjujöfnunarframlag úr Jöfnunarsjóði, það lækkar eðlilega við batnandi rekstur. Í viðtali við Sveitarstjórnarmál 5. tbl. þessa árs segir Vífill Karlsson dósent við HA meiri ástæðu til að ætla að stjórna megi fjárhag sveitarfélaga af yfirvegun og skynsemi til framtíðar.

13.11 2017 - Mánudagur

Þuríður Björg vígður sóknarprestur Hofsprestakalls

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígði tvo guðfræðinga til prestsþjónustu í gær, sunnudaginn 10. nóvember. Annar þeirra er Þuríður Björg Wiium Árnadóttir sem vígðist sem sóknarprestur í Hofsprestakalli. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni..

 

Mag. theol. Dís Gylfadóttir var vígð til prestsþjónustu í Lindaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og mag. theol. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir sem fyrr greinir vígð til sóknarprestsþjónustu í Hofsprestakalli Austurlandsprófastsdæmi.

10.11 2017 - Föstudagur

Fyrstu kolmunnafarmarnir til Vopnafjarðar

Frá því er greint á vefsíðu HB Granda hf., www.hbgrandi.is, í fyrradag að vinnsla á kolmunna væri hafin hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Byrjað var að bræða kolmunna í verksmiðjunni um hádegisbilið daginn áður eftir að Venus NS og Víkingur AK komu til Vopnafjarðar með um 800 tonna afla. Skipin eru þessa stundina bæði í höfn eftir að hafa verið á miðunum.

Veðrið núna

Lítils háttar snjókoma

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
-0,4 °C
Vindur:
4 m/s
Vindátt:
S
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir