18.06 2018 - Mánudagur

Fjölsóttur menningarviðburður og hátíðarkaffi

Íslendingar tóku forskot á þjóðhátíð með 1:1 jafntefli Íslands og Argentínu sl. laugardag, hetjuleg barátta piltanna okkar setti stórstjörnur andstæðingsins út af laginu. Að leik loknum var blásið til menningarviðburðar í félagsheimilinu Miklagarði undir heitinu Vaki þjóð, ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar skálds. Fjölmargir svöruðu kallinu en stólað hafði verið upp fyrir 112 manns í sal en áætla má að gestir hafi verið um 130. Viðburðinum tengdum var hátíðarkaffi Einherja og hefur ekki verið betur sótt um árabil.

15.06 2018 - Föstudagur

Dagskrá á 17. júní

Þjóðhátiðardagur lýðveldisins Íslands er nk. sunnudag en þann dag eru 4 ungmenni fermd í Vopnafjarðarkirkju. Sú staðreynd hefur áhrif á hefðbundna dagskrá en sem kunnugt er hefur Ungmennafélagið Einherji um langt árabil staðið að dagskrá á 17. júní. Svo verður einnig nú en svo sem frétt hér á síðunni um menningardagskrána Vaki þjóð greinir frá er hátíðarkaffi Einherja í framhaldi af henni þann 16. Annars er dagskráin við Vopnafjarðarskóla hefðbundin.

13.06 2018 - Miðvikudagur

Vaki þjóð – menningardagskrá í Miklagarði laugardag 16. júní

Laugardagurinn 16. júní 2018 markar tímamót í Íslandssögunni þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik á HM nokkru sinni. Andstæðingurinn er ægisterkur, tvöfaldir heimsmeistarar Argentínu með að margra áliti einn albesta fótboltamann sögunnar í liðinu, sjálfan Lionel Messi. Hefst leikurinn kl. 13:00 og má gera ráð fyrir að bróðurpartur þjóðarinnar muni fylgjast með en litla Ísland hefur þegar unnið mikið afrek. Klukkan 15:30 hefst menningardagskrá í Miklagarði, Vaki þjóð: Ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, skálds.

11.06 2018 - Mánudagur

Krakkafjör og kofabyggð

Félagsmistöðin Drekinn stendur fyrir námskeiðshaldi og byggingu kofa á lóð miðstöðvarinnar við Lónabraut. Hér gefur að finna upplýsingar er málin varða, annars vegar krakkafjör, hins vegar kofabyggð. Athugið að skrá þarf krakkana áður en námskeið hefst.

Veðrið núna

Rigning

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
6,6 °C
Vindur:
8 m/s
Vindátt:
N
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir