24.11 2017 - Föstudagur

Lokað í dag í Selárlaug og safnstöð

Athygli íbúa Vopnafjarðar er vakin á að lokað er í dag, föstudaginn 24. nóvember, í Selárlaug og safnstöð sveitarfélagsins. Fer saman að veður er óblítt og aðstæður til aksturs afleitar, slæmt skyggni og ófærð. Að vanda gera starfsmenn þjónustumiðstöðvar sitt ítrasta til að halda götum í þéttbýli Vopnafjarðar opnum en eigi fólk ekki brýnt erindi er viturlegt að halda ró sinni heima fyrir.

 

-Fulltrúi

22.11 2017 - Miðvikudagur

Skóli við Lónabraut í 50 ár

Föstudaginn 17. nóvember sl. var boðið til opins húss í Vopnafjarðarskóla. Tilefnið var ærið því skólinn, starfsmenn hans, vildu fagna 50 ára afmæli skóla við Lónabraut með öðrum úr samfélaginu vopnfirska. Fjölmargir svöruðu kallinu og fyrir þá sem minningar eiga úr skóla á þessum stað nutu þess að rifja upp gamla góða tíma, þann tíma sem þeir áttu í Vopnafjarðarskóla og síðar börn þeirra og barnabörn. Mikið var skrafað, vöngum velt og hlegið. Á stundu sem þessari sannar ljósmyndin eftirminnilega gildi sitt.

22.11 2017 - Miðvikudagur

Sundabúð auglýsir eftir starfskrafti

Atvinna / hlutastarf

 

Starfsmaður óskast til starfa við félagslega heimaþjónustu. Um er að ræða hlutastarf tvo virka daga í viku 4-6 tíma í senn. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Nánari upplýsingar gefur Emma Tryggvadóttir hjúkrunarforstjóri í síma 470 1240 og emma@vopnafjardarhreppur.is 

21.11 2017 - Þriðjudagur

Hanna Hallgrímsdóttir vann sigur á Bikarmótinu í fitness

Öllu jafna er fitness, sem skilgreinist sem líkamshreysti, ekki til umfjöllunar á heimasíðu Vopnafjarðar. Undantekningin sannar mögulega regluna en um liðna helgi fór fram Bikarmótið í fitness í Háskólabíói. Um 90 keppendur stigu þar á svið og sjá mátti fjölmörg ný andlit meðal keppenda sem voru að stíga sín fyrstu spor á sviði. Í þeim hópi var Hanna Hallgrímsdóttir sem búið hefur um árabil á Vopnafirði. Á sínu fyrsta móti vann Hanna glæstan sigur og kemur heim sem sigurvegari en þótt sigur hefði ekki unnist felst í þátttökunni gríðarstórt skref að stíga.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 03:00
Hitastig:
-0,8 °C
Vindur:
17 m/s
Vindátt:
NNV
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir