02.04 2020 - Fimmtudagur

Auglýsing vegna sýnatöku

Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands býður íbúum Austurlands upp á skimun fyrir Covid-19 laugardaginn 4. apríl og sunnudaginn 5. apríl.

Sýnataka fer fram á eftirtöldum stöðum:

  • Egilsstaðir: Samfélagssmiðjan Miðvangi 31
  • Reyðarfjörður: Molinn Hafnargötu 2 (gengið inn frá bílastæði hægra megin við aðalinngang, gegnt Sesam brauðhúsi)

 Bókun hefst kl. 15 í dag og fer fram með því að skrá sig hér:

bokun.rannsokn.is/q/reydisfj

bokun.rannsokn.is/q/egils

 Að lokinni skimun verður svar birt á vefnum heilsuvera.is

Hringt verður í alla sem reynast vera jákvæðir.

23.03 2020 - Mánudagur

Lokanir stofnana Vopnafjarðarhrepps vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur samkomubannsins sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn 16. mars s.l.

Viðburðir þar sem einstaklingar koma saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður frá og með aðfaranótt þriðjudags, 24. mars næstkomandi.

Þessi tilmæli hafa í för með sér að sundlaug, íþróttahús og félagsmiðstöðin Drekinn munu loka á morgun, en takmörkun á skólahaldi verður óbreytt.

 

Stofnanir sem loka eru eftirfarandi:

  • Íþróttahús Vopnafjarðarhrepps
  • Sundlaugin Selárdal
  • Félagsmiðstöðin Drekinn
  • Bókasafnið
20.03 2020 - Föstudagur

Auglýsing fyrir Bakvarðasveit Sundabúðar

Frá Hjúkrunarheimilinu Sundabúð

 

Kæru Vopnfirðingar

 

Faraldurinn COVID-19 breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum og fjarvistum frá vinnu.

Í ljósi þessa hefur Hjúkrunarheimilið Sundabúð ákveðið að auglýsa eftir einstaklingum í Bakvarðasveit Sundabúðar til að vera til taks ef þörf krefur.

Um er að ræða vinnu við aðhlynningu aldraðra, næturvaktir í þvottahúsi, vinna í mötuneyti og ræstingu. 

Leitað er eftir fólki sem getur skuldbundið sig tímabundið eftir samkomulagi.

20.03 2020 - Föstudagur

Viðbragðsáætlun Vopnafjarðarhrepps vegna Covid-19

Faraldurinn COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.

Vopnafjarðarhreppur hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum eins og kynnt hefur verið.

Veðrið núna

Heiðskírt

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
2,2 °C
Vindur:
4 m/s
Vindátt:
NA
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir