15.12 2017 - Föstudagur

Fjárhagsáætlun 2018 afgreidd í sveitarstjórn

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hefur afgreitt fjárhagsáætlun næsta árs. Á síðasta fundi sveitarstjórnar á árinu 2017 sem haldinn var í gær fór fram síðari umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2018-2021. Allar upplýsingar um áætlunina, fyrir 2018 og 3ja ára áætlunina 2018-2021, er að finna í fylgigögnum fundargerðar sveitarstjórnar hér á síðunni. Samkvæmt samþykktri áætlun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps er þess vænst að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð um 134 milljónir króna. Verður það að teljast góður árangur en áætlaðar eru framkvæmdir upp á 104 milljónir.

14.12 2017 - Fimmtudagur

Framundan mikil endurnýjun í sveitarstjórnum

Samkvæmt könnun Evu Marínar Hlynsdóttur stjórmálafræðings verður mikil endurnýjun í sveitarstjórnum í komandi kosningum. Það er í sjálfu sér ekki ný fregn en hlutfall þeirra sem ekki snúa aftur fer hækkandi hvað þýðir að fleiri óreyndir einstaklingar gerast sveitarstjórnarmenn. Einkum eru það konur og fulltrúar í sveitarstjórnum smærri sveitarfélaganna sem hætta eftir eitt kjörtímabil. Í frétt RUV hér að lútandi í gær kemur fram að hátt í 40% sveitarstjórnarfólks snúi ekki aftur að kosningum loknum hverju sinni óháð úrslitum kosninga. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sveitarstjórnarmála er lögð áhersla á öflugt samráð milli ríkis og sveitarfélaga um margvísleg mál.

12.12 2017 - Þriðjudagur

Flogið yfir haf

Í jólahappdrætti Einherja þessa árs er meðal vinninga 2 gjafabréf er varða útsýnisflug með Circle Air á Akureyri þar sem vinningshöfum býðst flug í sérútbúinni vél til útsýnisflugs. Er farið inn á hálendi landsins og er óhætt að lofa að það sé upplifun fyrir hvern sem það reynir – landið okkar er sem kunnugt er sérlega fagurt óháð árstíma. Um liðna helgi naut tíðindamaður þeirra forréttinda að fara í flug með vél flugfélagsins þar sem áfangastaðurinn var Grímsey. Þangað hafði tíðindamaður einu sinni komið fyrir hátt í ½ öld með vöruflutningaskipinu Drangi EA. Boðið var vitanlega þegið án umþóttunar.

08.12 2017 - Föstudagur

Nýr meirihluti á Vopnafirði

Betra Sigtún og B-listi famsóknar og óháðra hafa gert með sér samkomulag um meirihluta í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps út kjörtímabilið. Meirihluti Betra Sigtúns og K-lista félagshyggjufólks sem starfað hafði frá upphafi kjörtímabilsins sprakk á sveitarstjórnarfundi fimmtudagskvöldið 30. nóvember sl. vegna skoðanamunar á störfum sveitarstjóra. Í ljósi þessa hafa hlutaðeigendur er mynduðu fyrri meirihluta óskað eftir að birt verði tilkynning/yfirlýsing beggja hér á heimasíðu Vopnafjarðar.

Veðrið núna

Alskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
-4,0 °C
Vindur:
2 m/s
Vindátt:
V
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir