19.02 2018 - Mánudagur

Konudagur í brennidepli

Í gær var konudagur samkvæmt gamla tímatalinu og fyrsti dagur í Góu sem markar næstseinasti mánuð vetrarmisseris. Á Vopnafirði var eitt og annað gert í tilefni dagsins svo sem sagt var frá hér fyrir helgi að myndi verða. Þannig bauð Einherji upp á sölu blóma í grunnskólanum að morgni konudags, kaffihúsamessa haldin í Kaupvangskaffi um miðjan dag og kl. 17 sýning á endurgerðri heimildarmyndinni 690 Vopnafjörður.

16.02 2018 - Föstudagur

Blómasala, messa og bíó á konudag

Næstkomandi sunnudag er konudagur og markar upphaf Góu og stendur ávallt upp á sunnudag í 18. viku vetrar. Konudagur markar sum sé upphaf Góu rétt eins og fyrsti dagurinn í Þorra er bóndadagurinn. Á konudag minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með því að fagna góu sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn. Eitt og annað er í boði þennan dag á Vopnafirði. Þannig býður Einherji upp á blómasölu í Vopnafjarðarskóla milli klukkan tíu og tólf, klukkan 15:00 er kaffihúsamessa í Kaupvangskaffi og kl. 17:00 verður heimildarmyndin 690 Vopnafjörður sýnd í Miklagarði.

15.02 2018 - Fimmtudagur

Myndmál öskudagsins

Öskudagurinn leið áfram með velþóknun barna á öllum aldri en eins og ávallt hefur verið var þáttur Vopnafjarðarskóla stærstur. Byrjar dagurinn á samveru í íþróttahúsinu hvar kötturinn er sleginn úr tunnunni, tunnunum raunar þar eð þær eru tvær. Gekk það óvenju hratt fyrir sig að þessu sinni en svona er þetta stundum, í öðrum tilfellum er á tunnunum hamast ungviðið með litlum árangri lengi vel. Að samveru lokinni var haldið yfir í skóla áður en lagt var í hann, rölt um bæinn og góðgæti þegið í kjölfar söngs. Síðar um daginn var svo öskudagsskrall í félagsmiðstöðunni.

14.02 2018 - Miðvikudagur

Öskudagurinn – dagur allra barna

Dagurinn í dag er dagur allra barna á öllum aldri, öskudagurinn sjálfur og er óskandi að öll börn njóti hans til fullnustu. Sá sem þetta ritar á dásemdar minningar frá æskuárunum á Akureyri en bærinn sá hefur löngum verið höfuðvígi öskudagshátíðarhalda. Önnur bæjarfélög hafa löngu tekið upp háttu norðanmanna en ekki kom til greina að skóli væri starfræktur þennan dag nyrðra heldur var mætt í bítið til þess að gera sig kláran fyrir daginn - og snemma var rölt af stað og voru engir foreldrar til þess að aka með börnin á milli staða á þeim árum!

 

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 06:00
Hitastig:
-1,9 °C
Vindur:
3 m/s
Vindátt:
ANA
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir