28.05 2020 - Fimmtudagur

Sumaropnun í sundlauginni Selárdal

Sumaropnun í sundlauginni Selárdal fer í gang mánudaginn næstkomandi og er sem hér segir:

Sumartími (01.júní – 31. ágúst)

Virka daga mánudaga- föstudaga:      kl. 10:00 til kl. 22:00. 
Um helgar laugardaga- sunnudaga:    kl. 10:00 til kl. 18:00.

Allir að mæta í sund!

17.05 2020 - Sunnudagur

Viðhald á sundlaug

Að gefnu tilefni.
 
Sundlaugar landsins hafa verið lokaðar síðan 24.mars vegna Covid-19 og var tíminn nýttur hjá starfsfólki til að taka vorþrifin og var sundlaugin máluð og fleira viðhaldstengt. Á þessu ári stóð til að endurnýja blöndunartækin og var það alltaf á áætlun í maí.
Vegna skólasunds sem er búið að vera í gangi síðan 5.maí þá var ekki hægt að fara í endurnýjun blöndunartækja fyrr en á morgun, 18.maí og þykir okkur miður að fólk geti ekki farið í sund strax á morgun en það verður notalegt að fara í góðar sturtur um leið og opnar.
 
Vil líka minnast á að það er erfitt að manna sundlaugina. Einn starfsmaður er farinn aftur til Spánar og tveir starfsmenn sem munu starfa hér í sumar eru á leið til landsins en þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins.
 
Vonandi getur fólk skilið þetta og allir koma kátir í sund von bráðar :) Það er enginn að leika sér að því að loka lauginni og seinka opnun.
 
Með vinsemd og virðingu.
08.05 2020 - Föstudagur

Þjónusta og starfsemi á Vopnafirði eftir 4. maí

Þann 13. apríl s.l. staðfesti heilbrigðisráðherra tillögu sóttvarnalæknis að aflétta ákveðnar takmarkanir á samkomubanni eftir 4. maí. Nú liggur fyrir hvaða áhrif þessar afléttingar hafa á starfsemi og þjónustu í Vopnafjarðarhreppi.
Almenna breytingin felst í því að 50 manns mega koma saman í stað 20 manns áður. Þó skal ávallt gæta þess að halda tveggja metra fjarlægð milli manna.

07.05 2020 - Fimmtudagur

Atvinna leikjanámskeið

Vopnafjarðarhreppur og félagsmiðstöðin Drekinn auglýsir:

Starfsmaður óskast frá 8.júní til 3.júlí til að aðstoða við leikjanámskeið.
Starfshlutfallið er 30%. Starfsmaður þarf að vera sjálfstæður og hafa gaman af því að vinna með börnum.

Mjög fjölbreytt starf!

Aldurstakmark er 18 ára
Allar upplýsingar veitir Tóta í síma 893-1536 eða á netfanginu thorhildur@vopnafjardarhreppur.is

Veðrið núna

Skýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 15:00
Hitastig:
15,6 °C
Vindur:
9 m/s
Vindátt:
S
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir