16.11 2018 - Föstudagur

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Sunnudaginn 18. nóvember nk. verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til athafnar í sjöunda sinn í Reykjavík og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Athygli er vakin á að í Vopnafjarðarkirkju er messa kl. 20:00 nk. sunnudag og mun sr. Þuríður Björg minnast fórnarlamba umferðarslysa í predikun sinni.

 

15.11 2018 - Fimmtudagur

Að endingu mun stytta upp

Uppstyttur hafa fáar verið í nóvembermánuði en útlit fyrir veðrabrigði á morgun en því fer fjarri að tíðin muni minna á vetur því gera má ráð fyrir tveggja stiga hitatölu á laugardag og hlýindi ríkja næstu daga á eftir. Í föstu formi hefði ofankoma mánaðarins þýtt snjóskafla svo fráleitt mikla að leita þyrfti til sögukunnugra þegar vetur var vetur með snjó frá hausti fram á vor. Tíðindamaður rölti með myndavélina sl. sunnudag og fylgir afraksturinn fréttinni.

15.11 2018 - Fimmtudagur

Selárlaug lokuð í dag

Athygli sundlaugargesta er vakin á að laugin er lokuð í dag vegna bilunar í vatnsdælu. Unnið er að viðgerð og verður opnun tilkynnt um leið og lag kemst á. Afleiðing bilunar er köld laug og pottur sem öllu jafna skal vera heitur.

 

Beðist er velvirðingar á seinkominni tilkynningu en ekki lá fyrir um ástand vatns fyrr en komið var að opnun kl. 14 í dag.

 

-Fulltrúi

12.11 2018 - Mánudagur

Ekki vetur í kortunum

Þegar líður að miðjum nóvember ríkir milt veður á landinu og ekkert í kortunum þessa vikuna að það muni breytast. Þvert á móti er því spáð að hitinn nái allt að 13°C um næstu helgi og því æði fátt sem minnir á að tíðin er vetur og hver dagur styttri en sá fyrri. Einhver væri nú snjórinn hefði úrkoma sl. daga verið í föstu formi en til að mynda regnið og rokið sem hér var sl. laugardag heyrir frekar til undantekninga en reglu. Samkvæmt Veðurstofunni er óþarft að hafa áhyggjur af ófærð þessa vikuna hið minnsta, á meðan slíta nagladekkin yfirborði vega og gatna.

Veðrið núna

Léttskýjað

Skjaldþingsstaðir

kl. 12:00
Hitastig:
17,8 °C
Vindur:
16 m/s
Vindátt:
SSA
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir