20.04 2018 - Föstudagur

Sumarið er tíminn en hvað með veðrið næstu daga?

Ef litið er á vef Veðurstofunnar má vænta að fyrstu dagar sumars verði í svalara lagi eða frá -1°C upp í 2°C til og með sunnudaginn 29. Einhver ofankoma verður og þá ýmist í formi rigingar, slyddu eða lítilsháttar snjókomu. Verður fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt þessa daga. Ekkert af þessu kemur á óvart því reynslan hefur fyrir margt kennt okkur að halda væntingum í hófi þótt sjálfsagt sé að vona hið besta fyrir sumarið.

Á morgun er gert ráð fyrir 2°C á Austurlandi og sjálfsagt að geta þess að Einherji á leik gegn Leikni Fáskrúðsfirði á Fellavelli í Mjólkubikar karla en liðið vann glæstan 5:2 sigur á Sindra á Hornafirði um liðna helgi eftir að hafa lent manni undir í stöðunni 2:2. Hefst leikurinn kl. 14:00 á Fellavelli sem fyrr greinir og er aðgangur frír.

19.04 2018 - Fimmtudagur

Sumardagurinn fyrsti er í dag - Selárlaug opin 12-16

Í gær kvöddu Íslendingar vetur samkvæmt gamla norræna dagatalinu er dagurinn í dag sumardagurinn fyrsti. Var dagurinn einnig kallaður Yngismeyjadagur og markar upphaf Hörpu sem er fyrstur af sex sumarmánuðunum. Ber daginn alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu 19.-25. apríl eða fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl. Sjálfsagt má deila um hvort tímabilið sé vel valið með hliðsjón af íslensku veðurfari en sannleikurinn er sá að á Íslandi getur snjóað alla mánuði ársins – og þess eru dæmi að það gerist – þótt vissulega megi hlýrri daga vænta eftir því sem inn í vorið/sumarið líður. Fyrsti sumardagur er frídagur og var öldum áður auk heldur messudagur. Í seinni tíð hefur skátahreyfingin einkum haldið uppi hátíð á þessum degi með skátamessum og skrúðgöngum.

17.04 2018 - Þriðjudagur

Selárlaug opin milli kl. 16-19 miðvikudaginn 18. apríl

Athygli sundlaugargesta er vakin á að miðvikudaginn 18. apríl er sundlaugin opin milli kl. 16:00 - 19:00 vegna útfarar Heiðbjartar Björnsdóttur.

-Fulltrúi

13.04 2018 - Föstudagur

Austfirðingum fjölgar um 2% - Vopnfirðingum um 6%

Íbúum Austurlands fjölgaði um 2% á milli árana 2017 og 2018 samkvæmt Hagstofu Íslands og miðast við 01. janúar sl. Íbúum fjölgar í 5 af 8 sveitarfélögum fjórðungsins. Íbúar Austurlands voru 10.485 í upphafi árs og hafði fjölgað um 175 eða 2% milli ára, 49% þeirra í Fjarðabyggð eða 86. Vopnfirðingum fjölgaði hlutfallslega meira en Fjarðarbyggðarbúum eða um 6% og er öll kvennamegin því þeim fjölgar um 18 meðan karlmönnum fækkar um 8. Voru Vopnfirðingar 655 á þessum tímamótum. Er nú því sem jafnt á með körlum og konum komið á Vopnafirði, 328 karlar og 327 konur.

 

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 03:00
Hitastig:
1,3 °C
Vindur:
2 m/s
Vindátt:
A
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir