21.06 2018 - Fimmtudagur

Örn Björnsson – erindi á Vaki þjóð

Á menningarviðburðinum Vaki þjóð, ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar, flutti kennaraneminn og Vopnfirðingurinn Örn Björnsson erindi. Nefndi hann erindiðGeym vel það ei glatast má“. Vakti erindið athygli og birtist það hér í heild sinni. Um er ræða töluverðan texta sem er bæði athyglisverður og ánægjulegur aflestrar.

20.06 2018 - Miðvikudagur

17. júní á Vopnafirði

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var hátíðlegur haldinn á Vopnafirði. Daginn áður var haldin myndarleg menningardagskrá í Miklagarði með þátttöku Ungmennafélagsins Einherja sem bauð til glæsilegs kaffihlaðborðs viðburðinum tengdum. Félagið kemur ávallt að dagskrá þjóðhátíðar og var svo einnig nú. Veður lék við Vopnfirðinga þennan dag sem mættu ágætlega til hátíðargöngu en samkvæmt hefð sl. ára var gengið frá félagsheimilinu að skólasvæðinu. Setti svip á gönguna að í öflugum hátalaranum hljómuðu ættjarðalög.

18.06 2018 - Mánudagur

Fjölsóttur menningarviðburður og hátíðarkaffi

Íslendingar tóku forskot á þjóðhátíð með 1:1 jafntefli Íslands og Argentínu sl. laugardag, hetjuleg barátta piltanna okkar setti stórstjörnur andstæðingsins út af laginu. Að leik loknum var blásið til menningarviðburðar í félagsheimilinu Miklagarði undir heitinu Vaki þjóð, ævi og störf Þorsteins Valdimarssonar skálds. Fjölmargir svöruðu kallinu en stólað hafði verið upp fyrir 112 manns í sal en áætla má að gestir hafi verið um 130. Viðburðinum tengdum var hátíðarkaffi Einherja og hefur ekki verið betur sótt um árabil.

15.06 2018 - Föstudagur

Dagskrá á 17. júní

Þjóðhátiðardagur lýðveldisins Íslands er nk. sunnudag en þann dag eru 4 ungmenni fermd í Vopnafjarðarkirkju. Sú staðreynd hefur áhrif á hefðbundna dagskrá en sem kunnugt er hefur Ungmennafélagið Einherji um langt árabil staðið að dagskrá á 17. júní. Svo verður einnig nú en svo sem frétt hér á síðunni um menningardagskrána Vaki þjóð greinir frá er hátíðarkaffi Einherja í framhaldi af henni þann 16. Annars er dagskráin við Vopnafjarðarskóla hefðbundin.

Veðrið núna

Heiðskírt

Skjaldþingsstaðir

kl. 09:00
Hitastig:
12,0 °C
Vindur:
1 m/s
Vindátt:
NA
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir