19.09 2018 - Miðvikudagur

15 kílómetra hámarkshraði á skólasvæðinu

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar unnu að uppsetningu skilta við hraðahindranir á Lónabraut er ramma inn skólasvæði sveitarfélagsins sl. mánudag. Skiltin, 15 km./klst., eru staðfesting þess að sá hluti Lónabrautar sem innan marka hraðahindrana er skilgreinist sem vistgata. Nánar tiltekið svæðið milli grunn- og leikskólans í suðri allt út fyrir íþróttahúsið í norðri. Fara þarf allt aftur til ársins 2015 til að reifa málið en á fundi skipulags- og umhverfisnefndar sveitarfélagsins hinn 27. janúar var samþykkt að leggja fyrir sveitarstjórn tilteknar tillögur um leyfilegan hámarkshraða í þéttbýlinu. Þær voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar þann 05. febrúar s.á.

17.09 2018 - Mánudagur

Af aðalfundi SSA

Á vef SSA, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, er greint frá 52. aðalfundi sambandsins sem haldinn var 07. og 08. september sl. á Hallormsstað. Kjörnir fulltrúar þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda landshlutasamtökin samþykktu á fundinum sameiginlegar ályktanir landshlutans. Þá voru afhent Menningarverðlaun SSA 2018 og heiðursgestur úr hópi sveitarstjórnarmanna heiðraður. Í nýrri stjórn sambandsins tekur sæti Sigríður Bragadóttir oddviti Vopnafjarðarhrepps, formaður var á fyrsta fundi stjórnar kjörinn Einar Már Sigurðarson, Fjarðabyggð.

13.09 2018 - Fimmtudagur

Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir eftir starfskröftum

Hjúkrunarheimilið Sundabúð auglýsir tvö störf laus til umsóknar, annars vegar 65% staða í mötuneyti heimilisins, hins vegar liðveisla við fullorðinn einstakling.

 Mötuneyti

Hjúkrunarheimilið Sundabúð óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti Sundabúðar. Starfshlutfall er 65% og eru vaktir ýmist milli kl. 08:00 – 16:00 eða 09:00-15:00. Er unnin önnur hver helgi.

 

Starfið felst í öllum almennum störfum í eldhúsi, þar á meðal eldamennsku. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan október.

12.09 2018 - Miðvikudagur

Menningarmálanefnd kallar eftir hugmyndum íbúa

Á fundi menningarmálanefndar sem haldinn var sl. mánudag kom fram athyglisverð hugmynd sem nefndarfólk fylgdi eftir og birti á samskiptavefnum Fésbók/facebook í kjölfarið. Í stuttu máli biðlar nefndin til íbúa sveitarfélagsins um hugmyndir er menningu varðar en hvoru tveggja vill nefndin kappkosta að bjóða upp á viðburði sem flestir kunna að hafa ánægju af og bjóða hinum almenna íbúa að borðinu. Snilldin felst í að opna fyrir umræðuna, að gefa öllum jafnt tækifæri til að leggja málefninu lið og hljótum við að fagna frumkvæði nefndarfólks. Að neðan er skilaboðin að finna, sem rituð eru af Fanney Björk Friðriksdóttur f.h. nefndar.

Veðrið núna

Lítils háttar rigning

Skjaldþingsstaðir

kl. 18:00
Hitastig:
5,8 °C
Vindur:
11 m/s
Vindátt:
N
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir