10.12 2018 - Mánudagur

Bókakynning, ánægjuleg kvöldstund

Rithöfundalestin átti viðkomu á Vopnafirði að kvöldi laugardagsins áttunda sl. svo greint var frá fyrir helgi að myndi verða. Úr lestinni stigu rithöfundarnir Stefán Bogi Sveinsson, Kristborg Bóel Steindórsdóttir, Benný Sif Ísleifsdóttir, Gerður Kristný og Einar Kárason. Það var nokkur hópur sem kaus að halda til móts við aðkomufólk og hlýða á það sem það hafði að segja og ekki bar á öðru en fólk hafi átt ánægjulega kvöldstund í minni sal Miklagarðs. 

07.12 2018 - Föstudagur

Rithöfundalest(ur) á Vopnafirði laugardaginn 08. desember

Árviss rithöfundalest fer um Austurland dagana 06. - 08. desember. Er síðasta viðkoma lestarinnar á Vopnafirði á morgun, laugardaginn áttunda í félagsheimilinu Miklagarði kl. 20:30. Um er að ræða samstarf Skriðuklausturs, Skaftfells, Ungm.fél. Egils Rauða og menningarmálanefndar Vopnafjarðar. Hefur samstarfið verið við lýði um árabil og farsælt skilað á Austurland mörgum af bestu rithöfundum þjóðarinnar. Á ferð að þessu sinni verða fimm höfundar með nýjustu verk sín: Einar Kárason með Stormfugla, Gerður Kristný með ljóðabókina Sálumessu, Benný Sif með Grímu og Jólasveinarannsóknina, Kristborg Bóel með 261 dagur, Stefán Bogi Sveinsson með ljóðabókina Ópus og Steinunn Ásmundsdóttir, með Manneskjusögu og ljóðabókina Áratök tímans.

05.12 2018 - Miðvikudagur

Fyrsti í aðventu

Síðastliðinn sunndag var fyrsti sunnudagur í aðventu sem er staðfesting þess að innan 4ra sunnudaga eru komin jól. Þess er minnst um land allt og um heim allan raunar að við höfum sett miðið á hátíð ljóss og friðar. Aðventa kemur úr latínu, Adventus - „koman“ eða „sá sem kemur“. Er aðventan í Kristni fjórir síðustu sunnudagarnir fyrir jóladag. Hefð er komin á að tendrað er á ljósum jólatrésins við Kaupvang að þessu tilefni en fyrr um daginn var messa í Vopnafjarðarkirkju og opið hús á Hótel Tanga í framhaldi af henni.

03.12 2018 - Mánudagur

Fullveldishátíð Vopnfirðinga – 100 ára fullveldi fagnað

Þann 1. desember sl. fagnaði íslensk þjóð að liðin eru 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Líklega má staðhæfa að það hafi verið merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni sem þá hafði staðið í nær eina öld. Árið sem brátt er að baki ber einkunnarorðin Fögnum saman 100 ára fullveldi! Skipaði Alþingi afmælisnefnd sem m.a. var falið að hvetja skóla til þess að beina sjónum að þeim merku tímamótum sem urðu í íslensku samfélagi með sambandslögunum árið 1918. Vopnfirðingar minntust tímamótanna með glæsilegri dagskrá í Vopnafjarðarskóla.

Veðrið núna

Skjaldþingsstaðir

kl. 06:00
Hitastig:
4,2 °C
Vindur:
3 m/s
Vindátt:
ANA
Veljum VopnafjörðTungumál


Skipta um leturstærð


LeitVisit Vopnafjörður

Flýtileiðir